Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

3. fundur 11. nóvember 2020 kl. 14:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
  • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 202010469Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2022 - 2024, sem vísað var frá byggðaráði til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Eftirtaldir tóku til máls um fjárhagsáætlunina: Björn Ingimarsson sveitarstjóri, sem fór yfir undirbúning og vinnu við að gera þessa fyrstu fárhagsáætlun Múlaþings og kynnti hana. Gauti Jóhannesson, sem lagði fram tillögur, Eyþór Stefánsson,sem bar fram fyrirspurnir. Jakob Sigurðsson, sem bar fram fyrirspurnir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir, sem bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurnum, Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn, Jódís Skúladóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn, Vilhjálmur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jakob Sigurðsson, Gauti Jóhannesson, Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson,sem bar fram fyrirspurn, Eyþór Stefánsson og Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2021, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í byggðaráði og sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2021 verði óbreytt frá því sem það var í sveitarfélögunum fjórum, eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 202010010Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings og nýr viðauki við samþykktina.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson,sem lagði fram og kynnti breytingarnar. Jódís Skúladóttir, Eyþór Stefánsson, Stefán Bogi Sveinsson og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa framlögðum drögum að nýjum viðauka II við samþykktina til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Sveitarstjórn staðfestir framlagðar reglur um meðferð fjarfunda Múlaþings.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að skipa eftirtalda aðila í Öldungaráð Múlaþings:

Aðalmenn: Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Einfríður Árnadóttir, Eyþór Elíasson, Jóhann Sveinbjörnsson, Eðvald Ragnarsson og Stefán Þórarinsson.

Varamenn: Jón Ingi Sigurbjörnsson, Oddný Björk Daníelsdóttir, Þorvaldur P. Hjarðar, Helga E. Erlendsdóttir, Gyða Vigfúsdóttir,Gunnhildur Eldjárnsdóttir, Þórunnborg Jónsdóttir og Þórunn Björg Jóhannsdóttir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fyrir liggur erindi frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur varamanns D-lista í sveitarstjórn, þar sem hún óskar eftir leyfi frá setu í sveitarstjórn út kjörtímabilið.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Sveitarstjórn samþykkir beiðni Sigrúnar um leyfi frá setu í sveitarstjórn út kjörtímabilið og jafn framt að Ívar Karl Hafliðason taki sæti hennar sem 4. varamaður D-lista í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fram kom að vegna mistaka við afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar Múlaþings miðvikudaginn 14. október 2020 var kjörinn einn aðalmaður og einn varamaður í stjórn Brunavarna á Héraði fyrir hönd Múlaþings í stað tveggja aðalmanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að skipa Guðlaug Sæbjörnsson sem aðalmann í stjórn Brunavarna á Héraði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202010543Vakta málsnúmer

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti reglurnar og lagði þær fram.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Múlaþings, með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá fyrra skjali.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202010419Vakta málsnúmer

Fyrir liggja erindisbréf fyrir nefndir Múlaþings.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson sem lagði erindisbréfin fram. Jódís Skúladóttir, Vilhjálmur Jónsson, Björn Ingimarsson, Stefán Bogi Sveinsson, Jódís Skúladóttir, sem bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfin og felur sveitarstjóra að koma þeim til kynningar hjá viðkomandi nefndum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Byggðamerki fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202010509Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að skipa eftirtalda aðila í dómnefnd vegna samkeppni um byggðamerki:

Þór Vigfússon, Ingva Örn Þorsteinsson, Elínu Elísabet Einarsdóttur, Unnar Erlingsson og Guðmund Odd Magnússon.

Fulltrúar í dómnefnd skulu fá laun fyrir störf sín í samræmi við það sem segir um verkefnabundnar nefndir sveitarstjórnar samkvæmt E-lið, 3.gr. og 9.gr. í samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi sem tók gildi 14. október 2020.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Stytting vinnuvikunnar

Málsnúmer 202011032Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samkomulagi milli starfsmanna íþróttamannvirkja sveitarfélagsins og Múlaþing um fyrirkomulag á styttingu vinnuvikunnar, skv. samkomulagi milli stéttarfélaga og sveitarfélaga.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson sem kynnti drögin og lagði þau fram. Þröstur Jónsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir samningsdrögin og það fyrirkomulag og útfærslu á styttingu vinnuvikunnar sem þar kemur fram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Staða samgöngumála í sveitarfélaginu

Málsnúmer 202010420Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Gauti Jóhannesson, sem kynnti tillöguna og meðfylgjandi greinargerð. Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson og Gauti Jóhannesson.

Alþjóðaflugvöllurinn á Egilsstöðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem gátt inn í landið hvort tveggja í þágu Austurlands og íslenskrar ferðaþjónustu í heild sinni. Samhliða uppbyggingu í laxeldi hafa einnig opnast miklir möguleikar tengdir útflutningi á ferskvöru. Samband sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrú hafa undanfarin ár lagt mikla áherslu á markaðssetningu flugvallarins m.a. annars í tengslum við sóknaráætlun landshlutans og stefnt er að því að auka umferð millilandafarþega um flugvöllinn umtalsvert á næstu árum. Verulegra fjárfestinga er þörf á vellinum vegna skorts á viðhaldi á undanförnum árum auk aðgerða svo flugvöllurinn standi undir kröfum sem gerðar eru til fyrsta varaflugvallar Keflavíkurflugvallar, t.d. varðandi flughlað, akstursbraut, yfirlögn á flugbraut og þjónustu. Afar brýnt er að hefja sem fyrst vinnu við mat á þörf fyrir uppbyggingu innviða og þjónustu á Egilsstaðaflugvelli með hliðsjón af tækifærum vallarins sem áfangastaðar fyrir erlenda ferðamenn og vöruflutninga.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings beinir þeim tilmælum til stjórnar Austurbrúar að hún beiti sér fyrir skipan aðgerðahóps hið fyrsta, sem hafi það hlutverk að gera tillögur að endurbótum og uppbyggingu á Egilsstaðaflugvelli í samræmi við fyrirsjáanlegar þarfir. Jafnframt verði teknar saman upplýsingar um markaðssetningu og áform ferðaþjónustunnar og fiskútflytjenda á svæðinu með það fyrir augum að kostnaðargreindar hugmyndir um nauðsynlegar endurbætur á þjónustu og mannvirkjum liggi fyrir sem fyrst.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Fjarðarheiðargöng, mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 202010619Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að umsögn sem skipulagsfulltrúi tók saman eftir fund umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Jódís Skúladóttir, Jakob Sigurðsson, Þröstur Jónsson, Vilhjálmur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson og Jódís Skúladóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlagða umsögn og felur skipulagsfulltrúa að koma henni á framfæri við Skipulagsstofnun.

Samþykkt með 10 atkvæðum en 1 sat hjá (ÞJ)


Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Fjarðarheiðargöng og veglagnir þeim tengd, verða ein mesta stórframkvæmd á Austurlandi í langan tíma. Framkvæmd sem varðar mikið skipulagsmál og byggðarþróunarmál í Múlaþingi.
Það ríður því á að vel sé að verki staðið við ákvarðanatöku. Mikilvægt er að móta skýra framtíðarsýn fyrir þéttbýlið á Egilsstöðum þar sem þessi framkvæmd mun hafa mikil áhrif.

10.Breyting á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps stækkun íbúðasvæðis á Bökkum

Málsnúmer 202010561Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps, dagsett 7. júlí 2020, með síðari breytingum. Tillagan var auglýst. Frestur til að skila athugasemdum við auglýsta tillögu var til 23. október. Engar athugasemdir bárust.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs staðfestir sveitarstjórn tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að setja málið í lögformlegan feril.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Byggðaráð Múlaþings - 1

Málsnúmer 2010010FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Byggðaráð Múlaþings - 2

Málsnúmer 2010016FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Byggðaráð Múlaþings - 3

Málsnúmer 2010025FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 1

Málsnúmer 2010012FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 2

Málsnúmer 2010017FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 3

Málsnúmer 2010027FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð Múlaþings - 1

Málsnúmer 2010013FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fjölskylduráð Múlaþings - 2

Málsnúmer 2010015FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fjölskylduráð Múlaþings - 3

Málsnúmer 2010024FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 1

Málsnúmer 2010021FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti umfjöllunarefni heimastjórnar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Heimastjórn Borgarfjarðar - 1

Málsnúmer 2010029FVakta málsnúmer

Til máls tók. Eyþór Stefánsson, sem kynnti helstu umfjöllunarmál heimastjórnar og Stefán Bogi Sveinsson. Hildur Þórisdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Heimastjórn Djúpavogs - 1

Málsnúmer 2011003FVakta málsnúmer

Til máls tók: Jódís Skúladóttir, sem ræddi fundi og fundaritun og vísun mála og gagna milli ráða og heimastjórna.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 1

Málsnúmer 2010022FVakta málsnúmer

Til máls tók: Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn og Kristjana Sigurðardóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni síðustu vikna og kynnti þau fyrir sveitarstjórnarfulltrúum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?