Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

Málsnúmer 202010567

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 2. fundur - 28.10.2020

Auglýsingu skipulagstillögu er lokið. Frestur til að skila athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar var til 23. október 2020. Engar athugasemdir bárust. Fyrir ráðinu liggur að afgreiða fyrirliggjandi skipulagsáætlun og vísa henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og vísar henni til heimastjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 1. fundur - 04.11.2020

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings 28.10. 2020 var eftirfarandi bókað:

Auglýsingu skipulagstillögu er lokið. Frestur til að skila athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar var til 23. október 2020. Engar athugasemdir bárust. Fyrir ráðinu liggur að afgreiða fyrirliggjandi skipulagsáætlun og vísa henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og vísar henni til heimastjórnar til staðfestingar.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 4. fundur - 18.11.2020

Auglýsingu skipulagstillögu er lokið. Frestur til að skila athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar var til 23. október 2020. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands en engar athugasemdir bárust. Málið var áður á dagskrá og afgreitt af umhverfis- og framkvæmdaráði 28. október sl. en er nú tekið fyrir að nýju vegna mistaka við fyrri afgreiðslu þess.

Við auglýsingu tillögunnar var tilgreint að ekki þyrfti að ítreka áður gerðar athugasemdir. Vegna þessa liggja nú fyrir ráðinu athugasemdir sem fram komu á fyrri stigum, en fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til þeirra og gera tillögur að svörum sem tekin verða til afgreiðslu af heimastjórn. Fyrir fundinum liggja drög að svörum við fram komnum athugasemdum.

Eftirfarandi athugasemdir liggja fyrir:
1. Áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar, dags. 12. júlí 2018.
2. Samgöngustofa, dags. 10. júlí 2018.
3. Minjastofnun Íslands, dags. 23. júlí 2018.
4. Vegagerðin, dags. 20. júlí 2018.
5. Eigendur og ábúendur á Egilsstöðum 1, ódagsett, mótt. 11. júlí 2018 og ódagsett, lagt fram á fundi 10. desember 2018.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum við tillöguna. Jafnfram samþykkir ráðið fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi og vísar henni, ásamt svörunum, til heimastjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 2. fundur - 02.12.2020

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar.

Auglýsingu skipulagstillögu er lokið. Frestur til að skila athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar var til 23. október 2020. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands en engar athugasemdir bárust.
Fyrir fundinum liggja drög að svörum við fram komnum athugasemdum. Eftirfarandi athugasemdir liggja fyrir: 1. Áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar, dags. 12. júlí 2018. 2. Samgöngustofa, dags. 10. júlí 2018. 3. Minjastofnun Íslands, dags. 23. júlí 2018. 4. Vegagerðin, dags. 20. júlí 2018. 5. Eigendur og ábúendur á Egilsstöðum 1, ódagsett, mótt. 11. júlí 2018 og ódagsett, lagt fram á fundi 10. desember 2018.

Málið var tekið fyrir í umhverfis- og framkvæmdaráði 18.11. 2020 og þá bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum við tillöguna. Jafnframt samþykkir ráðið fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi og vísar henni, ásamt svörunum, til heimastjórnar til afgreiðslu.

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings staðfestir heimastjórn Fljótsdalshéraðs fyrirliggjandi svör við athugasemdum við tillöguna. Einnig samþykkir heimastjórnin fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar og felur skipulagsfulltrúa að leita heimildar Skipulagsstofnunar að auglýsa tillöguna í B-deild stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?