Fara í efni

Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 202010584

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 3. fundur - 04.11.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til fyrirspurnar um staðsetningu á skiltum Lindex við lóðina að Miðvangi 13.

Málinu frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 5. fundur - 25.11.2020

Fyrir liggur fyrirspurn um staðsetningu skilta við þjóðveg, utan lóðar, sem tengjast starfsemi í Miðvangi 13. Málinu var frestað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 4. nóvember sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggst gegn uppsetningu skilta á þeim stöðum sem fyrirspurnin tilgreinir. Stefna sveitarfélagsins er að skilti utan lóðamarka við götur í þéttbýli einskorðist við skiltastanda með samræmdu útliti sem vísa leiðina að þjónustu sem ekki er staðsett við viðkomandi götu, sbr. skiltastanda við Fagradalsbraut á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?