Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

3. fundur 04. nóvember 2020 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
  • Sigurður Jónsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Pétur Heimisson vék af fundi kl. 11:30.

1.Djúpivogur - Innri Gleðivík - uppbygging á athafnasvæði við Háukletta - tillaga að deiliskipulagi

Málsnúmer 202010569Vakta málsnúmer

Lögð er fyrir tillaga að deiliskipulagi í Innri-Gleðivík, dagsett 28. ágúst með síðari breytingum. Tillagan var kynnt og vísað til 40. gr. Skipulagslaga, en jafnframt tiltekið að allar meginforsendur tillögunnar liggi fyrir í aðalskipulagi. Athugasemdafrestur var frá 18. september til 2. október. Ein athugasemd barst, frá Þór Vigfússyni og er hún lögð fram ásamt tillögunni.

Páll Jakob Líndal skipulagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið, kynnti tillöguna og fór jafnframt yfir hugmyndir um heildarskipulag svæðisins, þar sem ekki síst komu fram tvö möguleg framtíðarhlutverk þess, annars vegar sem hafnarsvæðis og athafnasvæðis og hins vegar svæðis fyrir menningartengda ferðaþjónustu.

Málið er í vinnslu.

2.Djúpivogur - Bakki 4 - umbúðamóttaka matshl. 13

Málsnúmer 202010571Vakta málsnúmer

Lögð er fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Bakka 4. Tillagan var grenndarkynnt með vísan til 44. gr. Skipulagslaga. Athugasemdafrestur var frá 3. september til 1. október. Ein athugasemd barst, frá Þór Vigfússyni, og er hún lögð fyrir ráðið. Einnig liggja fyrir drög að svörum við athugasemdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir framlögð svör við athugasemdum. Ráðið samþykkir umsókn um byggingarleyfi og leggur til við heimastjórn að hún heimili byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi á grundvelli aðalskipulags.

Páll Jakob Líndal skipulagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt með fimm atkvæðum með handauppréttingu tveir voru á móti (PH og ÁHB).

3.Seyðisfjörður ofanflóðavarnir undir Bjólfi Skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 202010609Vakta málsnúmer

Lögð er fyrir skipulags- og matslýsing, dagsett 28. október, vegna breytinga á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags fyrir ofanflóðavarnir undir Bjólfi, Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana og kynna í samræmi við fyrirmæli skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjarðarheiðargöng, mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 202010619Vakta málsnúmer

Lögð er fyrir tillaga Vegagerðarinnar að matsáætlun vegna Fjarðarheiðarganga, sem Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins um. Umsagnarfrestur er til 10. nóvember.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman drög að umsögn, með hliðsjón af umræðum á fundinum, sem lögð verði fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu á næsta fundi hennar.

Samþykkt með sex atkvæðum með handauppréttingu en einn var fjarverandi (PH).

5.Umsókn um lóð undir spennistöð við Herði (Valgerðarstöðum)

Málsnúmer 202010624Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings liggur umsókn um lóð fyrir nýja spennistöð í landi Ekkjufellssels við fiskþurrkunarhús (Herði). Spennistöðin mun koma í stað annarrar minni sem stendur aðeins sunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnaraðili er Minjastofnun Íslands. Grenndarkynning nái til eigenda eftirtalinna fasteigna: Ekkjufellssel - Fóður, Ekkjufellssel HEF 3 og Ekkjufellssel fiskþurrkun.

Samþykkt með handauppréttingu með sex atkvæðum en einn var fjarverandi (PH).

6.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 202010584Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til fyrirspurnar um staðsetningu á skiltum Lindex við lóðina að Miðvangi 13.

Málinu frestað til næsta fundar.

7.Minnisblað starfshóps um eignir, veitur og B-hlutafyrirtæki

Málsnúmer 202010634Vakta málsnúmer

Minnisblöð og fundargerðir starfshóps um eignir, veitur og b-hlutafyrirtæki sem starfaði í umboði samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

8.Vindorka - vöndum til verka

Málsnúmer 202010558Vakta málsnúmer

Bréf frá Landvernd varðandi framtíð vindorkunýtingar lagt fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?