Fara í efni

Hugmynd um starfsemi á Eiðum.

Málsnúmer 202010612

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 3. fundur - 03.11.2020

Fyrir lá erindi varðandi hugmynd að starfsemi á Eiðum. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskipum vegna þessa fyrr á árinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Miðað við þær upplýsingar og forsendur sem fyrir liggja, sér byggðaráð sér ekki annað fært en að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 17. fundur - 30.03.2021

Fyrir lá erindi frá fulltrúa samtakanna Lifandi samfélag varðandi möguleika á tímabundinni niðurfellingu fasteignagjalda á eignum á Eiðum komi til þess að viðkomandi, ásamt tveimur öðrum aðilum, festi kaup á umræddum eignum. Sambærilegt erindi frá sama aðila var til umfjöllunar hjá byggðaráði 3. nóvember 2020.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa erindinu til verkefnisins Markaðssetning Eiða til umsagnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?