Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

3. fundur 03. nóvember 2020 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202010468Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sagði frá því að 9 mánaða uppgjör gömlu sveitarfélaganna eru að verða langt komin og munu liggja fyrir innan skamms.
Einnig fór hann yfir innheimtu staðgreiðslu og hvernig hún kemur út.
Sömuleiðis sagði hann frá vinnunni við að koma nýju sveitarfélagi í gang í hinum ýmsu tölvukerfum og ýmsum verkefnum sem við er að fást.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 202010469Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir niðurstöður úr vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024.
Lögð er áhersla á að ráðin ljúki afgreiðslu gjaldskráa milli 1. og 2. umræðu um fjárhagsáætlun og að sveitarstjórn staðfesti álagningarhlutföll útsvars fyrir árið 2021 nú í nóvember.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2022-2024 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Hluthafafundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. 2020

Málsnúmer 202010545Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundagerðir

Málsnúmer 202010449Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Ársala bs 2020

Málsnúmer 202010580Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerð byggingarnefndar leikskóla Fellabæ

Málsnúmer 202010626Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð frá fundi byggingarnefndar leikskóla í Fellabæ dags. 28.10.20.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálafulltrúa, í samráði við verkefnisstjóra, að láta vinna frumkostnaðargreiningu á framkvæmdinni sem fyrst í ljósi þess að flatarmál, hvað brúttórými varðar, hefur aukist frá því sem gert hafði verið ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands

Málsnúmer 202010613Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 28.10.20, þar sem fram kemur m.a. að boðað er til aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands miðvikudaginn 18. nóvember 2020.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, sitji aðalfund SKA og fari þar með umboð og atkvæði fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Kosning fulltrúa í stjórn Endurmenntunarsjóðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að stjórn Endurmenntunarsjóðs skuli skipuð fimm fulltrúum, tveimur kjörnum og þremur úr hópi starfsmanna. Horft skal til þess að við skipan fulltrúa verði tekið tillit til þess að frá hverju og einu gömlu sveitafélaganna komi að minnsta kosti einn fulltrúi. Starfsmaður endurmenntunarsjóðs verði verkefnastjóri Mannauðs. Sveitarstjóra, skrifstofustjóra og forseta sveitarstjórnar falið að vinna málið áfram með það markmiði að tilnefningar liggi fyrir á næsta fundi byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Byggðamerki fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202010509Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að skipa fimm manna dómnefnd vegna samkeppni um byggðamerki Múlaþings. Skal hún skipuð einum fulltrúa frá hverju hinna gömlu sveitarfélaga og einum fagaðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð óskar eftir því að sveitarstjórn skipi dómnefndina á næsta fundi sínum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202010543Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Samstarfssamningur við Körfuknattleiksdeild Hattar

Málsnúmer 202010611Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að samstarfssamningi við Körfuknattleiksdeild Hattar og gerði sveitarstjóri grein fyrir samskiptum við fulltrúa Hattar vegna þessa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra, í samráði við Körfuknattleiksdeildina, að láta vinna nánari útfærslu á samstarfssamningum í samræmi við umræðu á fundinum. Stefnt skal að því að samningur liggi fyrir til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Framlög til starfsemi Ungmenna og íþróttasambands Austurlands

Málsnúmer 202010597Vakta málsnúmer

Fyrir lágu erindi frá UÍA varðandi framlög til starfseminnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur fjármálastjóra að sjá til þess að orðið verði við greiðslu framlaga til UÍA með sama hætti og verið hefur undanfarin ár, enda sé gert ráð fyrir framlaginu innan fjárheimilda sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Íbúðakjarni á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010458Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu fulltrúar Bæjartúns Íbúðafélags HSES, þeir Ómar Guðmundsson og Sigurður Garðarsson, og gerðu grein fyrir sýn félagsins varðandi uppbyggingu íbúðakjarna á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að láta hefja vinnu við samningsgerð við Bæjartún Íbúðafélag HSES að höfðu samráði við HMS og önnur sveitarfélög er vinna að svipuðum verkefnum. Samningar verði lagðir fyrir Byggðaráð til afgreiðslu er þeir liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Hugmynd um starfsemi á Eiðum.

Málsnúmer 202010612Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi varðandi hugmynd að starfsemi á Eiðum. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskipum vegna þessa fyrr á árinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Miðað við þær upplýsingar og forsendur sem fyrir liggja, sér byggðaráð sér ekki annað fært en að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Umsagnarbeiðni um umsagnar frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.

Málsnúmer 202010579Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?