Fara í efni

Stytting vinnuvikunnar

Málsnúmer 202011032

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 3. fundur - 11.11.2020

Fyrir liggja drög að samkomulagi milli starfsmanna íþróttamannvirkja sveitarfélagsins og Múlaþing um fyrirkomulag á styttingu vinnuvikunnar, skv. samkomulagi milli stéttarfélaga og sveitarfélaga.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson sem kynnti drögin og lagði þau fram. Þröstur Jónsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir samningsdrögin og það fyrirkomulag og útfærslu á styttingu vinnuvikunnar sem þar kemur fram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 4. fundur - 17.11.2020

Lagt fram erindi frá Bandalagi háskólamanna varðandi styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela verkefnastjóra mannauðsmála að svara framkomnu erindi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 7. fundur - 08.12.2020

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti að opnun Frístundar við Egilsstaðaskóla verði skert um klukkustund á föstudögum frá 1. janúar nk. og fram til vors, þ.e. að lokað verði kl. 15:00. Með þeim hætti verður styttingu vinnuvikunnar mætt hjá þeim hluta starfsfólks skólans sem þar starfar í samræmi við niðurstöðu kosningar meðal þeirra.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 4. fundur - 09.12.2020

Fyrir liggja eftirtalin gögn frá verkefnisstjóra mannauðsmála, sem þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti málið og lagði fram tillögur. Elvar Snær Kristjánsson, Kristjana Sigurðardóttir, Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn, Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, sem svaraði fyrirspurn. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem bar fram fyrirspurn. Jónína Brynjólfsdóttir og Elvar Snær Kristjánsson, sem svaraði fyrirspurn.

Samkomulag starfsfólks hjá Bókasafn Héraðsbúa
Samkomulag starfsfólks hjá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs
Samkomulag starfsfólks hjá leikskólum Múlaþings
Samkomulag starfsfólks hjá grunnskólum Múlaþings
Samkomulag starfsfólks hjá skrifstofum Múlaþings
Samkomulag starfsfólks hjá félags-og stoðþjónustu Múlaþings
Samkomulag starfsfólks í félagsmiðstöðvum-og íþróttasvæða (heyrir undir íþrótta-og æskulýðssvið)
Minnisblað um starfs- og kjaranefnd Múlaþings.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir samkomulagsdrögin og það fyrirkomulag og útfærslur á styttingu vinnuvikunnar er þar koma fram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að veita starfs- og kjaranefnd Múlaþings umboð til að afgreiða útfærslur á styttingu vinnuviku hjá þeim starfsstöðvum Múlaþings sem hafa ekki þegar hlotið afgreiðslu sem og ef endurskoðunar verður þörf á kjarasamningstímanum á þeim samkomulögum er þegar hafa hlotið samþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?