Fara í efni

Nýjar iðnaðarlóðir á Egilsstöðum og Fellabæ

Málsnúmer 202011066

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 4. fundur - 18.11.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað framkvæmda- og umhverfismálastjóra um lausar iðnaðarlóðir á Egilsstöðum og í Fellabæ. Fram kom að aðeins ein lóð er nú laus til úthlutunar, í Iðjuseli í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir eftirfarandi aðgerðir til að bregðast við þeirri stöðu sem fram kemur í minnisblaðinu:

1. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að hefja þegar formlegt ferli innköllunar lóða við Miðás, sem úthlutað hefur verið en ekki hefur verið byggt á. Á þetta við um lóðirnar Miðás 15, 17, 27-29 og 39.

2. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta stofna iðnaðarlóðir samkvæmt gildandi deiliskipulagi við Selhöfða. Einnig að hefja nauðsynlegan undirbúning framkvæmda á svæðinu, meðal annars með því að láta mæla jarðdýpt á fyrirhuguðum byggingarlóðum.

3. Ráðið samþykkir að óska eftir því við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að gert verði deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði á hluta af landi Ekkjufellssels, norðaustan hringvegar, sem sveitarfélagið hefur forræði yfir samkvæmt leigusamningi.

4. Ráðið samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að kanna möguleika á gerð nýrra iðnaðarlóða samkvæmt gildandi deiliskipulagi við Brúnás, með viðræðum við landeigendur og, með þeirra samþykki, að láta mæla jarðdýpt á fyrirhuguðum byggingarlóðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 2. fundur - 02.12.2020

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 18.11. 2020 var samþykkt að óska eftir því við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að gert verði deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði á hluta af landi Ekkjufellssels, norðaustan hringvegar, sem sveitarfélagið hefur forræði yfir samkvæmt leigusamningi.

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings samþykkir Heimastjórn Fljótsdalshéraðs að gert verði deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði á hluta af landi Ekkjufellssels, norðaustan hringvegar og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lýsingu fyrir nýtt deiliskipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?