Fara í efni

Erindi frá frjálsíþróttadeild Hattar

Málsnúmer 202011078

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 4. fundur - 17.11.2020

Fyrir lá erindi frá frjálsíþróttadeild Hattar varðandi mögulega fyrirhugaðar breytingar á Vilhjálmsvelli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að taka málið upp, ásamt erindi knattspyrnudeildar Hattar, þegar af fyrirhuguðum fundi með fulltrúum stjórnar Hattar verður.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 19. fundur - 27.04.2021

Fyrir lágu erindi frá stjórnum og tenglaráði Knattspyrnudeildar Hattar varðandi aðstöðu til íþróttaiðkunar á Egilsstöðum og í Fellabæ auk erindis frá frjálsíþróttadeild Hattar varðandi mögulega fyrirhugaðar breytingar á Vilhjálmsvelli.
Inn á fundinn undir þessum lið komu Guðmundur Magni Bjarnason, Hjördís Ólafsdóttir, Óttar Steinn Magnússon, Hafþór A. Rúnarsson og Unnar Erlingsson fh. þessara deilda Hattar.

Að lokinni kynningu frá fulltrúum knattspyrnudeildar og frjálsíþróttadeildar, svöruðu gestir spurningum byggðaráðs og einnig voru málin rædd í framhaldinu.
Þeim síðan þökkuð koman og veittar upplýsingar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?