Fara í efni

Þorrablót Egilsstaða 2021, styrkbeiðni

Málsnúmer 202011079

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 4. fundur - 17.11.2020

Fyrir lá erindi frá Þorrablótsnefnd Egilsstaða 2021 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til að hægt verði að koma á rafrænu þorrablóti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela atvinnu- og menningarmálastjóra að afla upplýsinga hjá öllum þorrablótsnefndum sveitarfélagsins varðandi það hvernig þær hyggist standa að framkvæmd þorrablóta 2021. Er þær upplýsingar liggja fyrir verður málið tekið fyrir á ný.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 6. fundur - 01.12.2020

Fyrir lá erindi frá Þorrablótsnefnd Egilsstaða 2021 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til að hægt verði að koma á rafrænu þorrablóti. Einnig lá fyrir samantekt atvinnu- og menningarmálastjóra varðandi fyrirhugað fyrirkomulag þorrablóta hjá öðrum þorrablótsnefndum í sveitarfélaginu þar sem fram kemur m.a. að vangaveltur eru um það hjá nefndum að fresta blótum fram á vor og jafnvel um ár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem ekki er gert ráð fyrir sérstökum fjármunum í fjárhagsáætlun Múlaþings til að styrkja samkomur sem þessa er það mat byggðaráðs að því miður verði ekki hægt að verða við umræddri styrkbeiðni að svo stöddu. Vakin er hins vegar athygli á að auglýst verður eftir styrkumsóknum vegna atvinnu- og menningartengdra verkefna, vegna ársins 2021, á næstunni og er styrkbeiðendum bent á að fylgjast með því.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?