Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

6. fundur 01. desember 2020 kl. 08:30 - 11:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202010468Vakta málsnúmer

Inn á fundinn mætti fulltrúi KPMG, Magnús Jónsson, og gerði grein fyrir 9 mánaða uppgjöri Borgarfjarðarhrepps.

Farið yfir málefni tengd Jöfnunarsjóði.
Byggðaráð Múlaþings tekur undir áskorun byggðaráðs Skagafjarðar á Reykjavíkurborg varðandi málefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór einnig yfir nokkur fjármálatengd atriði og kynnti fundarmönnum.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 202010469Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri, fór yfir þær breytingar sem fram hafa komið frá fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Einnig var farið yfir upplýsingar úr fjárhagsáætlunum annarra sveitarfélaga og borið saman við fjárhagsáætlun Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2021, ásamt þriggja ára áætlun 2022 -2024, til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis vegna Covid-19

Málsnúmer 202010467Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

Málsnúmer 202010449Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202010464Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 202010556Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnarfunda Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202011169Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202010445Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2020

Málsnúmer 202010563Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2020

Málsnúmer 202011102Vakta málsnúmer

Fyrir lá boðun aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn verður föstudaginn 11. desember 2020 í samfélagssmiðjunni á Egilsstöðum kl. 13:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri mæti sem fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinn og fari með umboð þess og atkvæði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Ísland 2020

Málsnúmer 202011202Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá fulltrúa Sagaz ehf varðandi þátttöku Múlaþings í Ísland 2020, sem er fyrirhuguð útgáfa rits um atvinnuhætti og menningu, en Seyðisfjörður samþykkti aðild á sínum tíma, undir flokknum sveitarstjórnarmál, en hin sveitarfélögin þrjú ekki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings hafnar þátttöku umfram þá skuldbindingu er þegar liggur fyrir. Samkvæmt fyrirliggjandi samningi ber sveitarfélaginu að greiða eftirstöðvar umsaminnar fjárhæðar við útgáfu, eða sem nemur kr. 217.000,- án vsk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Þorrablót Egilsstaða 2021, styrkbeiðni

Málsnúmer 202011079Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Þorrablótsnefnd Egilsstaða 2021 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til að hægt verði að koma á rafrænu þorrablóti. Einnig lá fyrir samantekt atvinnu- og menningarmálastjóra varðandi fyrirhugað fyrirkomulag þorrablóta hjá öðrum þorrablótsnefndum í sveitarfélaginu þar sem fram kemur m.a. að vangaveltur eru um það hjá nefndum að fresta blótum fram á vor og jafnvel um ár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem ekki er gert ráð fyrir sérstökum fjármunum í fjárhagsáætlun Múlaþings til að styrkja samkomur sem þessa er það mat byggðaráðs að því miður verði ekki hægt að verða við umræddri styrkbeiðni að svo stöddu. Vakin er hins vegar athygli á að auglýst verður eftir styrkumsóknum vegna atvinnu- og menningartengdra verkefna, vegna ársins 2021, á næstunni og er styrkbeiðendum bent á að fylgjast með því.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Sameiginleg styrkbeiðni björgunarsveita og slysavarnardeilda Múlaþings

Málsnúmer 202011224Vakta málsnúmer

Fyrir lá sameiginlegt erindi frá björgunarsveitum og slysavarnardeildum í Múlaþingi þar sem óskað er eftir sameiginlegum styrk sem samsvarar um kr. 1.800,- á hvern íbúa í sveitarfélaginu, eða um kr. 9.000.000,-, auk viðbótargreiðslu sem nemur álögðum fasteignagjöldum á þeim fasteignum sem notaðar eru undir björgunar- og slysavarnarstarfsemi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að taka saman upplýsingar um fyrirhuguð framlög til umræddra aðila í fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og leggja fyrir næsta fund byggðaráðs. Er þær upplýsingar liggja fyrir verður tekin afstaða til innsends erindis.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Beiðni um styrk fyrir landvörslu á Víknaslóðum sumarið 2021

Málsnúmer 202011144Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóp Borgarfjarðar varðandi fjárframlag frá Múlaþingi árið 2021, að fjárhæð kr. 1.600.000,-, til að tryggja landvörslu á Víknaslóðum sumarið 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að svara erindinu er fyrir liggur samþykkt fjárhagsáætlun og að framlag til verkefnisins verði í samræmi við það sem gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Ósk um stækkun skógræktarsvæðis Skógræktarfélags Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202011051Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum þann 25.11. sl. að vísa erindinu til umsagnar byggðaráðs, þar sem um er að ræða ráðstöfun á landi í eigu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemdir við að orðið verði við ósk Skógræktarfélags Seyðisfjarðar svo fremi slíkt brýtur ekki í bága við gildandi skipulag og fyrirhuguð uppbyggingaráform, s.s. staðsetningu vegstæða eða gangnamuna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

16.Hafnarhús

Málsnúmer 202010633Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá heimastjórn Borgarfjarðar dags. 18.11.2020 varðandi endurskoðun á leigusamningi vegna Hafnarhúss, auk afrits af leigusamningi. Óskað er eftir niðurfellingu leigu, að fullu eða að hluta til fram á vor 2021 og er vísað til forsendubrests sem sé tilkominn vegna sóttvarnaraðgerða út af Covid-19 veirunni. Heimastjórn Borgafjarðar leggur til að orðið verði við erindinu með vísan til fyrrgreinds forsendubrests.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Forsendur sem lagt var upp með við útleigu á veitingaaðstöðu í Hafnarhúsinu á Borgarfirði vorið 2020 hafa raskast. Vegna áhrifa Covid-19 hefur orðið mikil fækkun erlendra ferðamanna, sérstaklega fækkun ferðamanna utan megin sumarleyfistíma, auk þess sem sóttvarnarráðstafanir hafa beinlínis takmarkað heimila nýtingu húsnæðisins sem ráð var fyrir gert og samningur aðila stefndi að. Um er að ræða ófyrirséð atvik sem sanngjarnt er að samningsaðilar beri báðir kostnað af að hluta og taki þannig tillit til hagsmuna hvors um sig og áframhaldandi samningssambands. Byggðaráð Múlaþings samþykkir því að leiga verði lækkuð, þannig að leigugreiðslur frá og með nóvember 2020 til og með mars 2021 falli niður.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

17.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi

Málsnúmer 202011153Vakta málsnúmer

Til kynningar eru skýrslur sem eru afrakstur norræns samstarfsverkefnis sem Fljótsdalshérað tók þátt í og lauk í árslok 2019 auk samantektar fulltrúa Fljótsdalshéraðs er tóku þátt í verkefninu fyrir hönd sveitarfélagsins.
Byggðaráð óskar eftir því að fulltrúar sveitarfélagsins í verkefnisstjórninni komi á fund hjá byggðaráði í byrjun næsta árs og kynni verkefnið frekar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

18.Markaðssetning Eiða

Málsnúmer 202011198Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Þresti Jónssyni þar sem viðkomandi óskar eftir umboði til að vinna, í samstarfið við starfsfólk sveitarfélagsins og Landsbankann, að kynningu á Eiðum fyrir innlendum og erlendum aðilum með það að markmiði að við svæðinu gæti tekið aðili er sæi sér hag í að hefja þar atvinnustarfsemi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela Þresti Jónssyni, í samráði við sveitarstjóra, að vinna málið áfram og kynna það svo frekar fyrir byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

19.Innviðir raforku-afhendingar í Múlaþingi

Málsnúmer 202011200Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Þresti Jónssyni varðandi atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu með áherslu á að fá skýra mynd af stöðu dreifikerfis Landsnets í sveitarfélaginu. Áhersla er á það lögð að fá fulltrúa Landsnets til fundar með byggðaráði til að fara yfir stöðu mála og framtíðaráform varðandi uppbyggingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að boða fulltrúa Landsnets og Rarik til fundar með Byggðaráði hið fyrsta og sveitarstjóra falið að koma slíkum fundi á.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

20.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál

Málsnúmer 202011195Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.), 311. mál

Málsnúmer 202011196Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323. mál.

Málsnúmer 202011197Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál.

Málsnúmer 202011222Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál.

Málsnúmer 202011223Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?