Fara í efni

Sérúrræði við Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 202011086

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 4. fundur - 17.11.2020

Greinargerð skólastjóra Egilsstaðaskóla um sérúrræði lögð fram til kynningar. Mál í vinnslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 7. fundur - 08.12.2020

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti erindið sem varðar sérúrræði við Egilsstaðaskóla fyrir nemendur sem greindir hafa verið með einhverfu. Það er mat skólastjóra að fjármunir muni nýtast betur um leið og þjónustan verður markvissari í slíku úrræði en vissulega verður af úrræðinu viðbótarkostnaðar. Ekki liggur fyrir hversu mikill sá kostnaður er.

Erindið verður aftur á dagskrá hjá ráðinu þegar kostnaðarmat liggur fyrir.

Fjölskylduráð Múlaþings - 13. fundur - 16.02.2021

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti erindið en fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna breytinga á því húsrými sem notað hefur verið sem vinnuaðstaða fyrir húsvörð, þannig að hægt sé að nota rýmið fyrir nemendur, sbr. þær hugmyndir varðandi sérúrræði sem skólastjóri hefur áður kynnt fyrir fjölskylduráði.

Fjölskylduráð telur mikilvægt að fá sem gleggsta heildarmynd af umbótaþörfum á skólahúsnæði sveitarfélagins og felur fræðslustjóra að afla fyrirliggjandi gagna í því sambandi. Málið verði síðan tekið til frekari afgreiðslu á næsta fundi ráðsins þar sem fræðslumál eru til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 17. fundur - 06.04.2021

Fjölskylduráð telur mikilvægt að reynt verði að bregðast við erindi Egilsstaðaskóla varðandi umbætur á því húsnæði sem hýst hefur aðstöðu fyrir húsvörð svo hægt verði að sinna þar sérstökum hópi nemenda í samræmi við greinargerð skólastjóra um sérúrræði við skólann.

Fjölskylduráð vísar áætlun um breytingu umrædds rýmis til umhverfis- og framkvæmdaráðs og leggur áherslu á að brugðist verði við hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 21. fundur - 05.05.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun fjölskylduráðs Múlaþings er varðar breytingar á húsnæði Egilsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Verkefnastjóra framkvæmda er falið að fara yfir framkvæmdaáætlun ársins og gera tillögu að breytingum á henni með framkvæmdina í huga og leggja fyrir næsta fund ráðsins, finnist fjármagn til að ráðast í verkefnið í ár. Að öðrum kosti verði málið tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?