Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

13. fundur 16. febrúar 2021 kl. 12:30 - 16:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Björgvin Vernharðsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Þorbjörg Sandholt, Hrefna Hlín Sigurðardóttir og Hrund Guðmundsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-4 og 6-8, áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Sóley Þrastardóttir og Hlín Pétursdóttir Behrens sátu fundinn undir liðum 5 og 6 og áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir, sátu fundinn undir liðum 6-10.

Skólastjórar mættu undir þeim liðum sem varða þeirra skóla sérstaklega.

1.Sérúrræði við Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 202011086Vakta málsnúmer

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti erindið en fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna breytinga á því húsrými sem notað hefur verið sem vinnuaðstaða fyrir húsvörð, þannig að hægt sé að nota rýmið fyrir nemendur, sbr. þær hugmyndir varðandi sérúrræði sem skólastjóri hefur áður kynnt fyrir fjölskylduráði.

Fjölskylduráð telur mikilvægt að fá sem gleggsta heildarmynd af umbótaþörfum á skólahúsnæði sveitarfélagins og felur fræðslustjóra að afla fyrirliggjandi gagna í því sambandi. Málið verði síðan tekið til frekari afgreiðslu á næsta fundi ráðsins þar sem fræðslumál eru til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Ofbeldi af hálfu nemenda gagnvart starfsfólki

Málsnúmer 202102131Vakta málsnúmer

Umræður um umfang ofbeldis nemenda í garð starfsfólks í skólum sveitarfélagsins.

Fjölskylduráð telur umræðuna um starfsaðstæður kennara mikilvæga og leggur áherslu á að allir skólar eigi virkar viðbragðsáætlanir varðandi öryggi í vinnuumhverfi starfsmanna.

3.Ytra mat -Seyðisfjarðarskóli 2020

Málsnúmer 202010625Vakta málsnúmer

Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, kynnti stuttlega úrbótaáætlun sem unnin hefur verið í kjölfar ytri úttektar Menntamálastofnunar. Úrbótaáætlunin hefur hlotið samþykki Menntamálastofnunar.

4.Ytri úttekt - Djúpavogsskóli

Málsnúmer 202012043Vakta málsnúmer

Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla, kynnti stuttlega úrbótaáætlun sem unnin hefur verið í kjölfar ytri úttektar Menntamálastofnunar og hvernig úrbótaáætlunin var unnin. Allir hagsmunaaðilar fengu tækifæri til að koma að vinnunni. Úrbótaáætlunin hefur hlotið samþykki Menntamálastofnunar.

5.Húsnæðismál tónskólans á Djúpavogi

Málsnúmer 202102129Vakta málsnúmer

Erindið kynnt, en það varðar húsnæði tónlistarkennslu á Djúpavogi. Kennslan fer fram í Löngubúð. Ljóst er að vinna þarf að framtíðarlausn á húsnæði fyrir tónlistarkennsluna.

Unnið er að lausnum í málinu. Formanni og fræðslustjóra falið að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Skóladagatöl skóla í Múlaþingi

Málsnúmer 202102128Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð leggur til að horft verði til að samræma starfsdaga skólastiganna innan skólahverfa eins og kostur er á starfstíma grunnskólanna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Framboð í skólamötuneytum Múlaþings

Málsnúmer 202102130Vakta málsnúmer

Erindið varðar fjölbreytni í vali á fæðu í skólamötuneytum. Fræðslustjóri mun ræða erindið við skólastjórnendur.

8.Sérfræðiþjónusta skóla

Málsnúmer 202012040Vakta málsnúmer

Staða mála kynnt. Fjölskylduráð leggur á það áherslu að ekki verði þjónusturof í tengslum við þær breytingar sem fram undan eru.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Umsóknir í leikskóla - staða mála

Málsnúmer 202102127Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir bygginganefndar nýs leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?