Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

17. fundur 06. apríl 2021 kl. 12:30 - 15:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Ruth Magnúsdóttir, Hrefna Hlín Sigurðardóttir og Þorbjörg Sandholt sátu fundinn sem áheyrnarfulltrúar grunnskóla undir lið 6.

1.Austur 101 - kynning á starfsemi

Málsnúmer 202103228Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mættu Stefán Vignisson og Jóna Bryndís Eysteinsdóttir. Kynntu þau starfsemi líkamsræktarstöðvarinnar Austur101 og vöktu athygli á samkeppnisstöðu sveitarfélagins gagnvart einkarekstri.

Er þeim þakkað kærlega fyrir skilmerkilega og góða kynningu og vangaveltur.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

2.Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum - starfsemi og rekstur

Málsnúmer 202103234Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Karen Erla Erlingsdóttir og kynnti starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Er Kareni þakkað kærlega fyrir greinargóða kynningu.

Fjölskylduráð felur starfsmanni að taka saman upplýsingar í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

3.Umsóknir um styrk til íþrótta- og tómstundastarfs - mars 2021

Málsnúmer 202103218Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. mars 2021.

Alls bárust sjö umsóknir um styrki en samþykkt var að styrkja fjórar þeirra.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Hjólabraut í Hallormsstaðaskógi,umsækjandi Andri Guðlaugsson, kr. 300.000
- Umhverfisvænir bláir kubbar, umsækjandi Katla Rut Pétursdóttir, kr. 300.000
- Frisbígolfvöllur í Blánni á Djúpavogi, umsækjandi Ungmennafélagið Neisti, kr. 300.000
- Skerpingarvél fyrir Skauta, umsækjandi Skautafélag Austurlands, kr. 300.000

Samþykkt samhljóða.

4.Fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála 2022

Málsnúmer 202103235Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Sérúrræði við Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 202011086Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð telur mikilvægt að reynt verði að bregðast við erindi Egilsstaðaskóla varðandi umbætur á því húsnæði sem hýst hefur aðstöðu fyrir húsvörð svo hægt verði að sinna þar sérstökum hópi nemenda í samræmi við greinargerð skólastjóra um sérúrræði við skólann.

Fjölskylduráð vísar áætlun um breytingu umrædds rýmis til umhverfis- og framkvæmdaráðs og leggur áherslu á að brugðist verði við hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?