Fara í efni

Hafnarmál í Múlaþingi

Málsnúmer 202011094

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 4. fundur - 18.11.2020

Björn Ingimarsson sveitarstjóri kom fyrir ráðið og gerði grein fyrir stjórnun hafnamála hjá sveitarfélaginu. Farið var yfir helstu verkefni sem framundan eru í höfnunum.

Umhverfis- og framkvæmdaráð er hafnarstjórn sveitarfélagsins, í skilningi Hafnalaga nr. 61/2003. Þó fer viðkomandi heimastjórn með heimildir hafnarstjórnar varðandi skipulagsgerð á hafnarsvæði, samanber 5. mgr. laganna.

Sveitarstjóri er jafnframt hafnastjóri. Undir hann heyra starfsmenn sem sinna daglegum rekstri hverrar hafnar fyrir sig.
Seyðisfjarðarhöfn: Rúnar Gunnarson, yfirhafnarvörður
Djúpavogshöfn: Stefán Guðmundsson, hafnarvörður
Borgarfjarðarhöfn: Jón Þórðarson, fulltrúi sveitarstjóra

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Björn Ingimarsson hafnastjóri gerði ráðinu grein fyrir stöðu verkefna sem snerta hafnir sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?