Fara í efni

Djúpavogur - Deiliskipulag Stekkamýri í Hamarsfirði

Málsnúmer 202011145

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 5. fundur - 25.11.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur deiliskipulagstillaga fyrir Stekkamýri í Hamarsfirði.

ÁHB vék sæti við afgreiðslu málsins vegna tengsla við framkvæmdaraðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og samþykkir jafnframt að óska eftir því við heimastjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við viðeigandi ákvæði Skipulagslaga. Auk þess verði tillagan kynnt með hefðbundnum hætti á Djúpavogi og á heimasíðu Múlaþings.

Samþykkt með sex atkvæðum með handauppréttingu, einn (ÁHB) var fjarverandi.

Heimastjórn Djúpavogs - 3. fundur - 30.11.2020

Heimastjórn á Djúpavogi samþykkir að deiliskipulagstillaga fyrir Stekkamýri í Hamarsfirði, verði auglýst í samræmi við viðeigandi ákvæði skipulagslaga og kynnt með hefðbundnum hætti á Djúpavogi og á heimasíðu Múlaþings.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 25. fundur - 16.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir við tillögu að deiliskipulagi við Stekkamýri í Hamarsfirði.

Í upphafi vakti fundarmaður ÁHB athygli á vanhæfi sínu. Formaður bar það undir atkvæði sem var samþykkt samhljóða. ÁHB vék af fundinum undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og vísar henni til heimastjórnar Djúpavogs til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 14. fundur - 21.06.2021

Á fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs 16. júni var fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi samþykkt of henni vísað til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Heimastjórn samþykkir samhljóða tillöguna
Getum við bætt efni þessarar síðu?