Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

3. fundur 30. nóvember 2020 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Jódís Skúladóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson starfsmaður
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Páll Jakob Líndal skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson

1.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202010419Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Heimastjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi fulltrúa:
Í stjórn Kvennasmiðjunnar: Kristján Ingimarsson og Gauti Jóhannesson. Þorbjörg Sandholt og Steinunn Jónsdóttir til vara.
Í stjórn Nönnusafns: Ingi Ragnarsson og Kristján Ingimarsson til vara.
Í stjórn Ríkarðshúss: Elísabet Guðmundsdóttir, Gauti Jóhannesson og Jódís Skúladóttir. Ingi Ragnarsson, Kristján Ingimarsson og Hrönn Jónsdóttir til vara. Í stjórn Snorrasjóðs: Kristján Ingimarsson formaður, Bergþóra Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson.
Heimastjórn leggur jafnframt til að gengið verði til viðræðna við Andrés Skúlason vegna verkefnastjórnar vegna Teigarhorns.
Eiður Ragnarsson hefur verið ráðinn tímabundið sem fulltrúi sveitarstjóra og starfsmaður heimastjórnar. Heimastjórn á Djúpavogi býður Eið velkominn til starfa.

3.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 202010469Vakta málsnúmer

Drög að fjárhagsáætlun 2021 - 2024 lögð fram til kynningar. Heimastjórn gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki skuli gert ráð fyrir framkvæmdum eftir 2021 á Djúpavogi í fjárfestingaráætlun og leggur áherslu á að við því verði brugðist við gerð næstu fjárhagsáætlunar enda mörg brýn verkefni framundan.

4.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi gerir athugasemd við orðaval í bókunum frá Umhverfis-og framkvæmdaráði Múlaþings þar sem ráðið “leggur til að heimastjórn." o.s.frv. Það er mat heimastjórnar að ráðið hafi ekki umboð til að leggja neitt til um afgreiðslu heimastjórna, heldur að málum sé vísað til afgreiðslu heimastjórna eftir að ráðið hefur lokið sinni faglegu umfjöllun.

5.Ályktanir aðalfundar NAUST 2020

Málsnúmer 202010497Vakta málsnúmer

Ályktanir aðalfundar NAUST 2020 lagðar fram til kynningar.

6.Nafnabreyting lóða, Hálsakot - Hringur

Málsnúmer 202011048Vakta málsnúmer

Heimastjórn samþykkir nafnabreytinguna og felur umhverfis- og framkvæmdasviði að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Lausaganga búfjár

Málsnúmer 202011155Vakta málsnúmer

Heimastjórn vekur athygli á að lausaganga sauðfjár er heimil á svæðinu. Starfsmanni heimastjórnar falið að hafa samband við bréfritara og bregðast við erindinu.

8.Víkurland við höfnina - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 202011180Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggst ekki gegn útgáfu stöðuleyfis og felur umhverfis og framkvæmdasviði að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.þvottaplan við Bakkabúð - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 202011179Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggst ekki gegn útgáfu stöðuleyfis og felur umhverfis og framkvæmdasviði að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða án atvæðagreiðslu.

10.Staða samgöngumála í sveitarfélaginu

Málsnúmer 202010420Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi krefst þess að betur verði staðið að þjónustu á Öxi. Vegagerðin hefur ekki sinnt hlutverki sínu sem snýr að umferðaröryggi og hefur verið látið hjá líðast að kanna aðstæður þar þegar eitthvað er að færð. Dæmi eru um að stofnunin giski á aðstæður sem verða til þess að fólk lendir í vandræðum þegar aðstæðurnar eru þannig að hægt væri að bregðast við þeim með litlum tilkostnaði. Enn fremur er það skýlaus krafa heimastjórnar að vetrarþjónusta verði tekin upp að nýju á veginum enda er eftir sameiningu um samgöngur innan sveitarfélags að ræða. Formanni heimastjórnar falið að fylgja erindinu eftir.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Strandverðir Íslands - kynning á verkefni

Málsnúmer 202011115Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

12.Verndarsvæði lifnar við - Djúpivogur 1920

Málsnúmer 202011214Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Efling gönguferðamennsku í gamla Djúpavogshreppi

Málsnúmer 202011215Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Djúpavogur - Deiliskipulag Stekkamýri í Hamarsfirði

Málsnúmer 202011145Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi samþykkir að deiliskipulagstillaga fyrir Stekkamýri í Hamarsfirði, verði auglýst í samræmi við viðeigandi ákvæði skipulagslaga og kynnt með hefðbundnum hætti á Djúpavogi og á heimasíðu Múlaþings.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Djúpivogur - Borgarland neðsti hluti - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202011081Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir og Páll Líndal sátu fundinn undir þessum lið.

Heimastjórn á Djúpavogi samþykkir breytingu á deiliskipulagi fyrir neðsta hluta Borgarlands í samræmi við fyrri afgreiðslu í skipulags-, framkvæmda-og umhverfisnefnd Djúpavogshrepps og viðeigandi ákvæði skipulagslaga. Umhverfis- og framkvæmdasviði falið að fylgja málinu eftir. Samþykkt með tveimur atkvæðum (KI og IR) gegn einu atkvæði (JS).


16.Djúpivogur - Innri Gleðivík - uppbygging á athafnasvæði við Háukletta - tillaga að deiliskipulagi

Málsnúmer 202010569Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir og Páll Líndal sátu fundinn undir þessum lið.

Heimastjórn á Djúpavogi samþykkir að tillaga að deiliskipulagi í Innri-Gleðivík, verði auglýst í samræmi við viðeigandi ákvæði skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

17.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 202011173Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir leið 2 samkvæmt umsögn MÍ með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögninni.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?