Fara í efni

Víkurland við höfnina - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 202011180

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 3. fundur - 30.11.2020

Heimastjórn leggst ekki gegn útgáfu stöðuleyfis og felur umhverfis og framkvæmdasviði að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 8. fundur - 06.01.2021

Umsókn liggur fyrir hjá byggingafulltrúa um stöðuleyfi fyrir matarvagn á Víkurlandi við höfnina á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að meðan ekki hafa verið settar sérstakar reglur um veitingu leyfa fyrir matarvagna sé byggingarfulltrúa falið að afgreiða slíkar umsóknir sem umsóknir um stöðuleyfi, að fenginni jákvæðri umsögn viðkomandi heimastjórnar um staðsetninguna og að fenginni heimild þess sem hefur umráðarétt á viðkomandi staðsetningu, sé það annar aðili en sveitarfélagið sjálft. Ráðið felur jafnframt framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta semja drög að reglum um matar- og söluvagna og leggja fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?