Fara í efni

Ísland 2020

Málsnúmer 202011202

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 6. fundur - 01.12.2020

Fyrir lá erindi frá fulltrúa Sagaz ehf varðandi þátttöku Múlaþings í Ísland 2020, sem er fyrirhuguð útgáfa rits um atvinnuhætti og menningu, en Seyðisfjörður samþykkti aðild á sínum tíma, undir flokknum sveitarstjórnarmál, en hin sveitarfélögin þrjú ekki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings hafnar þátttöku umfram þá skuldbindingu er þegar liggur fyrir. Samkvæmt fyrirliggjandi samningi ber sveitarfélaginu að greiða eftirstöðvar umsaminnar fjárhæðar við útgáfu, eða sem nemur kr. 217.000,- án vsk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?