Fara í efni

Hallormsstaðaskóli - kynning á starfsemi

Málsnúmer 202012072

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 7. fundur - 15.12.2020

Fyrir lá tölvupóstur frá skólameistara Hallormsstaðaskóla, dags. 07.12.20, þar sem fram kemur að skólinn hefur fengið nýja námsbraut skólans, Sjálfbærni og sköpunarbraut, staðfesta af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og auglýsta í Stjórnartíðindum. Um er að ræða heilsársnám á 4. hæfnisþrepi sem samvarar diplomu á fyrsta stigi háskólanáms og nemendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi til að fá innritun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því að námsbraut Hallormsstaðaskóla hefur hlotið staðfestingu sem heilsársnám á fyrsta stigi háskólanáms og óskar stjórnendum og starfsfólki skólans til hamingju með þennan merka áfanga.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?