Fara í efni

Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Austurlandi

Málsnúmer 202012075

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 7. fundur - 15.12.2020

Fyrir lá erindi frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 07.12.20, þar sem fram kom m.a. að óskað er eftir staðfestingu sveitarfélagsins á breyttum starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Austurlands. Breytingar eru annars vegar vegna sameiningar sveitarfélaga á svæðinu og hins vegar snúa þær að umsjón með þeirri vinnu sem framundan er.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillögur að starfsreglum fyrir svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Austurlandi verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 6. fundur - 13.01.2021

Fyrir lá erindi frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 07.12.20, þar sem fram kom m.a. að óskað er eftir staðfestingu sveitarfélagsins á breyttum starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Austurlands. Breytingar eru annars vegar vegna sameiningar sveitarfélaga á svæðinu og hins vegar snúa þær að umsjón með þeirri vinnu sem fram undan er.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs Múlaþings samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi tillögur að starfsreglum fyrir svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?