Fara í efni

Bjarkarhlíð 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202012122

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 10. fundur - 27.01.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr, með aðkomu frá Bjarkarhlíð, og viðbyggingu við íbúðarhús sem hýsi móttöku fyrir dýraspítala sem áform eru um að verði í húsinu, með aðkomu frá Tjarnarási. Ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggst gegn þeim áformum sem fram koma í umsókninni, enda eru þau í ósamræmi við skilgreiningu svæðisins sem íbúðasvæðis í aðalskipulagi. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 4. fundur - 01.02.2021

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr, með aðkomu frá Bjarkarhlíð, og viðbyggingu við íbúðarhús sem hýsi móttöku fyrir dýraspítala sem áform eru um að verði í húsinu, með aðkomu frá Tjarnarási. Ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 27.1. 2021 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggst gegn þeim áformum sem fram koma í umsókninni, enda eru þau í ósamræmi við skilgreiningu svæðisins sem íbúðasvæðis í aðalskipulagi. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir niðurstöðu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 20. fundur - 28.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi varðandi atvinnustarfsemi við Bjarkarhlíð 2. Undir erindið skrifa Diana Divileková og Hjörtur Magnason, dýralæknar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?