Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

4. fundur 01. febrúar 2021 kl. 13:00 - 15:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Sorpmál á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202101126Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála hjá Múlaþingi.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að sorpdagatal fyrir 2021 verði gefið út sem fyrst og verði framvegis tilbúið við upphaf þjónustutímabilsins. Einnig hvetur heimastjórnin til að Íslenska gámafélagið skoði þann möguleika að senda íbúum í sveitarfélaginu sms skilaboð til að láta vita af breytingum sem kunna að verða á sorphirðu t.d. vegna veðurs. Óskað er eftir að verkefnastjóri umhverfismála hjá Múlaþingi fylgi málinu eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Staða leikskólamála á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202101098Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri Múlaþings sem fór ítarlega yfir og svaraði spurningum um stöðu leikskólaþjónustu á Fljótsdalshéraði.

Heimastjórn fagnar því að fyrirhugað er að taka í notkun nýtt leikskólahúsnæði í Fellabæ á næsta ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Raforkumál í dreifbýli

Málsnúmer 202101013Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið sátu þeir Sveinn Sveinsson og Davíð Þór Sigfússon frá Vegagerðinni sem gerðu grein fyrir fyrirkomulagi snjóhreinsunar á Öxi.

Heimastjórn beinir því til sveitarstjórnar að taka upp viðræður við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um bætta vegþjónustu á vetrum yfir Öxi umfram þá reglu sem í gildi er. Ekki síst er þetta mikilvægt í ljósi nýafstaðinnar sameiningar sveitarfélaga á Austurlandi í Múlaþing.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Málsnúmer 202010446Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs, dagsettur 19.1.2021, um mögulegt fyrirkomulag umsjónar og reksturs hins fyrirhugaða friðlýsta svæðis í sumar og til lengri tíma.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að gerður verði samningur fyrir 2021, eins og undanfarin ár, við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs um landvörslu á Víkum og í Stórurð. Lagt er til að sveitarfélagið og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hefji umræður um mögulegt samstarf um rekstur og umsjón þess svæðis norðan Dyrfjalla sem nú er í friðlýsingarferli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umferð mótorhjóla og buggybíla á reiðveginum við Fossgerði

Málsnúmer 202101153Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá stjórn Hesteigendafélagsins Fossgerði, dagsett 9.1. 2021, um umferð mótorhjóla og buggybíla á reiðveginum við Fossgerði. Einnig liggur fyrir tölvupóstur frá Vegagerðinni um merkingar á reiðvegum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs telur mikilvægt að öryggi fólks og hesta sé haft í fyrirrúmi á reiðstígnum meðfram Eiðavegi. Heimastjórnin beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka erindið fyrir og finna ásættanlega lausn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar, Hof 1 og 2

Málsnúmer 202010417Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanningum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Rannveigu Heiðarsóttur, um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki 2 Hofi 1 og 2.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa, Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum á Austurlandi.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald veitir heimastjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að sé innan þeirra mark sem reglur og skpipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Miðás 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202011171Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir dúkskemmu á lóðinni nr. 15 við Miðás. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 20.1. 2021 var eftirfarandi bókað:
Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir liggja fyrir frá Minjastofnun og Vinnueftirliti sem gera ekki athugasemdir en minna á lagafyrirmæli sem fara ber eftir við framkvæmdina og að henni lokinni. Eftirfarandi tillaga lögð fram: Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir fyrirliggjandi tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Egilsstaðir, Faxatröð 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010539Vakta málsnúmer

Málinu frestað þar til allar upplýsingar í málinu liggja fyrir.

10.Bjarkarhlíð 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202012122Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr, með aðkomu frá Bjarkarhlíð, og viðbyggingu við íbúðarhús sem hýsi móttöku fyrir dýraspítala sem áform eru um að verði í húsinu, með aðkomu frá Tjarnarási. Ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 27.1. 2021 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggst gegn þeim áformum sem fram koma í umsókninni, enda eru þau í ósamræmi við skilgreiningu svæðisins sem íbúðasvæðis í aðalskipulagi. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir niðurstöðu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Rafskútuleiga á Egilsstöðum

Málsnúmer 202011009Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að þjónustusamningi um stöðvalausa hjólaleigu á Egilsstöðum, frá Fjallamönnum Austurlands ehf.

Málið var á dagskrá Heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 4.1. 2021 og á fundi byggðaráðs 12.1. 2021 var samþykkt að gerður verði samningur um málið sem lagður verði fyrir Heimastjórn Fljótsdalshéraðs til endanlegrar afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og felur starfsmanni að ganga frá honum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?