Fara í efni

Sameiginleg stafræn verkefni sveitarfélaga

Málsnúmer 202101014

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 8. fundur - 12.01.2021

Fyrir lágu til kynningar gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stafræna þróun sveitarfélaga og mögulega kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga í stafrænu ráði sambandsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að taka þátt í verkefninu að því gefnu að önnur sveitarfélög geri það líka.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 37. fundur - 02.11.2021

Fyrir liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 7. október 2021, þar sem kynnt eru þau sameiginlegu stafrænu verkefni sveitarfélaga sem áætlað er að ráðast í á árinu 2022. Um leið er óskað eftir þátttöku sveitarfélaga í verkefnunum með fjárframlögum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar þeirri vinnu sem unnið er að af hálfu sveitarfélaganna, undir forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga, varðandi stafræn verkefni. Byggðaráð samþykkir áframhaldandi þátttöku Múlaþings í verkefninu í samræmi við þær tillögur er fram koma í framlögðum gögnum.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 67. fundur - 15.11.2022

Fyrir liggja gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram koma upplýsingar um áherslur og verkefni sem eru í gangi í samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?