Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

37. fundur 02. nóvember 2021 kl. 08:30 - 11:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fundarritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2022-2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árin 2022-2025 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða

3.Leiðbeiningar m.a. um skipan sveitarstjórna, ritun fundagerða og fjarfundi sveitarstjórna

Málsnúmer 202110018Vakta málsnúmer

Fyrir lágu leiðbeiningar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi m.a. ritun fundargerða og þátttöku kjörinna fulltrúa á fundum með rafrænum hætti. Einnig lá fyrir minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi umræddar leiðbeiningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að láta hefja vinnu við að uppfæra samþykktir sveitarfélagsins með hliðsjón af fyrirliggjandi leiðbeiningum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Þessi vinna verði unnin samhliða endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins með það að markmiði að stytta og gera skilvirkari verkferla í skipulagsmálum.

Samþykkt samhljóða.

4.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum frá 21.10.2021.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar Ársala 2021

Málsnúmer 202102141Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Ársala dags. 25.10.2021.

Lagt fram til kynningar.

6.Aðalfundur HAUST 2021

Málsnúmer 202110047Vakta málsnúmer

Fyrir lá boð á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs sem haldinn verður á Hornafirði miðvikudaginn 3. nóvember 2021.Óskað er eftir upplýsingum um hvaða fulltrúi muni sitja aðalfundinn fyrir hönd Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Stefán Bogi Sveinsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson sitji aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir hönd sveitarfélagsins og fari með atkvæði fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

7.Hamarsvirkjun, beiðni um kynningu

Málsnúmer 202108056Vakta málsnúmer

Inn á fundinn mættu fyrir Artic Hydro þeir Skírnir Sigurbjörnsson, Kristinn Pétursson, Bjarki Þórarinsson og Haukur Einarsson og gerðu grein fyrir mögulegum framkvæmdum við Hamarsvirkjun.

Lagt fram til kynningar.

8.Samningur Austurbrú Miðstöð Menningarfræða 2022 til 2024

Málsnúmer 202110200Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að þjónustu- og samstarfssamningi, ásamt viðauka, á milli Múlaþings, Austurbrúar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um verkefnið Miðstöð Menningarfræða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að þjónustu- og samstarfssamningi á milli Múlaþings, Austurbrúar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um verkefnið Miðstöð Menningarfræða. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

9.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem hafin er innan sveitarfélagsins í samstarfi við HEF veitur varðandi málefni hitaveitu á Seyðisfirði.

Í vinnslu.

10.Sameiginleg stafræn verkefni sveitarfélaga

Málsnúmer 202101014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 7. október 2021, þar sem kynnt eru þau sameiginlegu stafrænu verkefni sveitarfélaga sem áætlað er að ráðast í á árinu 2022. Um leið er óskað eftir þátttöku sveitarfélaga í verkefnunum með fjárframlögum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar þeirri vinnu sem unnið er að af hálfu sveitarfélaganna, undir forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga, varðandi stafræn verkefni. Byggðaráð samþykkir áframhaldandi þátttöku Múlaþings í verkefninu í samræmi við þær tillögur er fram koma í framlögðum gögnum.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?