Fara í efni

Heimildavinna með sjónarvottum aurflóðanna á Seyðisfirði 18.12.2020

Málsnúmer 202101067

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 3. fundur - 11.01.2021

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu frá Ólafi Hr. Sigurðssyni og Hörpu Grímsdóttur varðandi viðtöl við sjónarvotta aurflóðanna á Seyðisfirði.

Óskað er eftir heimild til að ráða aðila til að taka að sér viðtöl við þá sem voru inn á hamfarasvæðinu utan Búðarár þann 18.des og hluta þeirra fjölmörgu aðila sem voru utan þessa svæðið og horfðu á hamfarirnar gerast.

Megintilgangur verkefnisins er að fá fram upplýsingar sem geti gagnast í vinnunni við að finna lausnir í vörnum og hjálpa sérfræðingum til að átta sig á því í hvað röð atburðir gerast og til að dýpka skilning á þessum atburði en sjaldgæft er að svona margir verði vitni að hamförum af þessari stærðargráðu. Ákveðin sáluhjálp felst einnig í því að rifja svona lífreynslu upp strax á meðan hún er fersk og benda um leið á þá þjónustu sem er í boði á þessu sviði. Gert er ráð fyrir að samtöl og úrvinnsla taki um mánuð og kostnaður verði u.þ.b. 1.000.000.kr

Byggðaráð Múlaþings - 9. fundur - 19.01.2021

Fyrir lá bókun heimastjórnar Seyðisfjarðar þar sem óskað er eftir heimild til að ráða aðila til að taka viðtöl við þá sem voru inni á hamfarasvæðinu utan Búðarár þann 18.12.2020 og utan þess en urðu vitni af því er hamfarirnar urðu. Megintilgangur verkefnisins verði m.a. að fá fram upplýsingar er gagnast geti við vinnu við að finna lausnir á vörnum til framtíðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að ráðist verði í verkefnið og er heimastjórn Seyðisfjarðar falið að hafa umsjón með framkvæmd þess.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?