Fara í efni

Hjaltalundur, ástand þaks

Málsnúmer 202101084

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 9. fundur - 20.01.2021

Fyrir ráðinu liggja drög að uppgjöri framkvæmda við félagsheimilið Hjaltalund, milli eignasjóðs og húsráðs Hjaltalundar, sem hélt utan um framkvæmdirnar.

Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi uppgjör. Á fjárhagsáætlun 2020 voru ætlaðar 24 milljónir til verksins. Kostnaður við framkvæmdina var um 15 milljónir. Samkvæmt samkomulagi verður 5 milljónum ráðstafað í stækkun og endurbætur á bílastæði við húsið og endurbætur á eldhúsi.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar þeim sem komu að verkinu fyrir sitt framlag.

Samþykkt með sex atkvæðum en einn (SBS) var fjarverandi.
Getum við bætt efni þessarar síðu?