Fara í efni

Berufjörður_Umsögn um matsskyldu_breytt staðsetning eldissvæða og útsetningaráætlun

Málsnúmer 202101087

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 11. fundur - 03.02.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að umsögn um matsskyldu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir fresti til að skila inn umsögn sveitarfélagsins með vísan til þess að málið þarf afgreiðslu heimastjórnar Djúpavogs.
Málið er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 7. fundur - 10.02.2021

Heimastjórn Djúpavogs gerir ekki athugasemdir við tilkynningu Fiskeldis Austfjarða vegna fyrirhugaðra breytinga á staðsetningu eldissvæða og útsetningaráætlun í Berufirði, sé skilyrðum laga og reglugerða mætt.

Jafnframt fagnar Heimastjórn áframhaldandi uppbygginu í tengslum við fiskeldi á svæðinu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?