Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

11. fundur 03. febrúar 2021 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
  • María Markúsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Vegna truflana á fjarskiptum var Ásdís H. Benediktsdóttir fjarverandi umræðu og afgreiðslu liðar nr. 4.

María Markúsdóttir starfsmaður og Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi sátu fundinn undir liðum nr. 4-10.

1.Skipulags- og byggingargjöld

Málsnúmer 202101232Vakta málsnúmer

Farið yfir afsláttatillögur fyrir einstök svæði og lóðir innan sveitarfélagsins.

Málið er í vinnslu.

2.Seyðisfjörður - lausar lóðir fyrir byggingar

Málsnúmer 202101124Vakta málsnúmer

Í umhverfis- og framkvæmdaráði voru kynntar hugmyndir um nýtingu nokkurra lóða og svæða við Hlíðarveg, Múlaveg og Garðarsveg. Hugmyndirnar kalla á nokkrar breytingar á gildandi skipulagi á svæðinu. Gert er ráð fyrir að tillögur um næstu skref liggi fyrir næsta fundi ráðsins til afgreiðslu.

Málið er í vinnslu.

3.Tillaga að aðgerðarhóp varðandi hugmyndir um framtíðarskipulag vegna aurskriða á Sey.

Málsnúmer 202101068Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Þóru Bergnýju Guðmundsdóttur um skipan aðgerðahóps um framtíðarskipulag byggðar á Seyðisfirði og hugmyndir um nýtingu svæða í kaupstaðnum undir byggð, svo sem með smáhýsabyggð í Garðarstjörn.
Fram kom hjá formanni ráðsins að unnið er að gerð tillögu um fyrirkomulag vinnunnar sem framundan er varðandi hús á C-svæðum sem sveitarstjórn hefur samþykkt að keypt verði upp og önnur hús á því svæði sem sveitarfélagið hefur með að gera. Gert verði ráð fyrir aðkomu fulltrúa íbúa á Seyðisfirði og áhugafólks um byggðina þar að þeirri vinnu. Stefnt er að því að tillögurnar liggi fyrir næsta fundi ráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að bjóða Þóru Bergnýju Guðmundsdóttur að kynna hugmyndir um smáhýsabyggð í Garðarstjörn á fundi ráðsins í næstu viku, sem haldinn verður á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ósk um stækkun skógræktarsvæðis Skógræktarfélags Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202011051Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem óskað er eftir stækkun á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Seyðisfjarðar. Erindið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.11.2020 og hefur verið tekið fyrir hjá byggðaráði Múlaþings og heimastjórn Seyðisfjarðar og hlaut jákvæðar undirtektir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir yfir vilja til að samið verði við Skógræktarfélag Seyðisfjarðar um afnot félagsins af svæði í suðurhlíðum Bjólfs. Ráðið samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að láta gera ráð fyrir framangreindu svæði til skógræktar við þá breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem unnið er að í tengslum við gerð snjóflóðavarnargarða á svæðinu.

Samþykkt með handauppréttingu með sex atkvæðum en einn (ÁHB) var fjarverandi.

5.Seyðisfjörður - Vesturvegur 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010499Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna breytinga á íbúðarhúsi við Vesturveg 4 á Seyðisfirði í verslunar og þjónustuhús. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Málið var áður á dagskrá hjá umhverfis- og framkvæmdaráði þann 18.11.2020 og 6.1.2021.
Grenndarkynningu lauk 17.12.2020. Athugasemdir bárust frá nágrönnum. Athugasemdir bárust einnig frá umsagnaraðilum.
Á fundi sveitarstjórnar 13.1.2021 var samþykkt að afturkalla breytingu sem gerð hafði verið á aðalskipulagi svæðisins, sem var forsenda fyrirliggjandi umsóknar. Jafnframt var þar samþykkt að tillagan verði auglýst að nýju.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi umsókn frá, þar sem hún er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulagsskilmála. Umsækjanda, umsagnaraðilum og þeim sem gerðu athugasemdir við grenndarkynningu verði gerð bréflega gerð grein fyrir þessum málalokum og bent á möguleika sína til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þegar breyting á aðalskipulagi svæðisins verður auglýst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Borgarfjörður breyting á aðalskipulagi á reit við Gamla frystihúsið

Málsnúmer 202101301Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi fór yfir málið. Fyrir liggur að hluti lóðar Gamla frystihússins, eftir stækkun hennar, nær inn á svæði sem aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps skilgreinir sem íbúabyggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að beina þeirri tillögu til sveitarstjórnar Múlaþings að gerð verði breyting á aðalskipulagi á svæðinu til samræmis við áform um uppbyggingu Blábjarga á reitnum.

Samþykkt með handauppréttingu með sex atkvæðum en einn (JS) sat hjá.

7.Borgarfjörður_Gamla frystihúsið_Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010514Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu er lokið og bárust athugasemdir frá eigendum Brautarholts og Bjargs, auk þess sem fyrir lágu minniháttar athugasemdir frá HAUST. Minjastofnun gerði ekki athugasemd við framkvæmdina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi umsókn frá, þar sem hún er ekki að öllu leyti í samræmi við gildandi aðalskipulag. Umsækjanda, umsagnaraðilum og þeim sem gerðu athugasemdir við grenndarkynningu verði gerð bréflega grein fyrir þessum málalokum og bent á möguleika sína til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í væntanlegu skipulagsferli svæðisins.

Samþykkt með handauppréttingu með sex atkvæðum en einn (JS) sat hjá.

8.Egilsstaðir_Selbrekka_Grenndarkynning_breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202011208Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu á breytingu á deiliskipulagi Selbrekku, breyting 4 er lokið. Ein athugasemd barst frá íbúum í Flataseli 1. Áður hafði sambærileg tillaga verið grenndarkynnt og bárust þá athugasemdir frá íbúum í Flataseli 1 og 2. Fyrir ráðinu liggja drög að svörum við athugasemdum. Umsögn liggur fyrir frá Vegagerðinni sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna.
Málið var áður á dagskrá 8. fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 6.1.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku, ásamt því að samþykkja fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum, og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um lóðir, Klettasel 1 og 3

Málsnúmer 202101158Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsóknir um lóðirnar Klettasel 1 og Klettasel 3 á Egilsstöðum til að reisa þar tvö einbýlishús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina með fyrirvara um að breyting á deiliskipulagi svæðisins verði staðfest. Úthlutun verði í samræmi við breytta skipulagsskilmála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Berufjörður_Umsögn um matsskyldu_breytt staðsetning eldissvæða og útsetningaráætlun

Málsnúmer 202101087Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að umsögn um matsskyldu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir fresti til að skila inn umsögn sveitarfélagsins með vísan til þess að málið þarf afgreiðslu heimastjórnar Djúpavogs.
Málið er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?