Fara í efni

Sumarskipulag leikskóla Múlaþings

Málsnúmer 202101120

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 10. fundur - 19.01.2021

Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, kynnti erindið sem varðar skipulag leikskólastarfs í ljósi breytinga á kjarsamningum starfsfólks skólanna, ekki síst hvað varðar lengingu sumarorlofs og áhrif þess á sumarskipulag í skólunum.

Fjölskylduráð fer þess á leit að fá nánari greiningu á áhrifum þessa á skólastarfið með tillögu frá hverjum skóla um hvernig hægt sé að bregðast við og hugsanlegum kostnaðaráhrifum. Lögð er áhersla á að foreldrar taki málið einnig til umræðu á sameiginlegum vettvangi leikskólaforeldra í sveitarfélaginu.

Málið verði tekið til frekari afgreiðslu þegar niðurstöður liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Afgreiðslu frestað til næsta fundar í fjölskylduráði.

Fjölskylduráð Múlaþings - 16. fundur - 23.03.2021

Leikskólastjórar hafa bent á að með nýjum kjarasamningur hefur réttur til starfsfólks til orlofs verið aukinn. Aukinn orlofsréttur og stytting vinnuviku eru hvoru tveggja aðgerðir sem geta aukið tækifæri fjölskyldunnar til samveru. Komið hefur til skoðunar að lengja sumarlokun leikskólanna í 5 vikur í stað 4 vikna eins og hefð hefur verið fyrir en fyrirvari til slíkrar breytingar er talinn of stuttur nú. Þess í stað eru foreldrar eindregið hvattir til að gefa leikskólabörnunum tækifæri til að njóta almennrar lengingar orlofsréttar og nýta sér heimild til aukins gjaldfrjáls sumarleyfis í tengslum við sumarlokun leikskólanna. Með því að sem flestir nýti sér þau tækifæri sem þar með gefast til lengra sameiginlegs orlofs foreldra og barna verður unnt að skipuleggja orlof starfsmanna með þeim hætti að sem minnst rót skapist í daglegu skipulagi leikskólanna og tryggja að aðlögun nýrra leikskólabarna geti hafist sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Var efnið á síðunni hjálplegt?