Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

16. fundur 23. mars 2021 kl. 12:30 - 15:30 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Guðmunda Vala Jónasdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu fundinn sem áheyrnarfulltrúar leikskóla undir lið 6.

Jódís Skúladóttir vék af fundi eftir 5. lið dagskrár.

1.Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 202010010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Umsagnarbeiðni um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 902018, 585. mál

Málsnúmer 202103123Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Umsagnarbeiðni um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 741997 (beiting nauðungar), 563. mál.

Málsnúmer 202103117Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Umsókn um styrk frá Framtíðinni, félagi eldra fólks á Seyðisfirði

Málsnúmer 202102254Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að svara erindi Framtíðarinnar á þá lund að styrkur fyrir yfirstandandi árs verði 350 þús kr. Auk þess geti félagið fengið styrk að upphæð 50 þús kr. á árinu til greiðslu ferðakostnaðar ef félagið heimsækir annað félag eldri borgara í Múlaþingi. Sama samþykkt og upphæðir gilda um önnur félög eldri borgara í Múlaþingi. Félagsmálastjóra er falið að kynna þeim þessa niðurstöðu.

Samþykkt samhljóða.

5.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031Vakta málsnúmer

Helga Þorleifsdóttir, verkefnastjóri barnaverndar og teymisstjóri Austurlandslíkansins kom og kynnti málefni sviðsins fyrir ráðinu. Guðrún Helga Elvarsdóttir, ráðgjafi kom á fundinn og fór yfir stöðu fjárhagsaðstoðar hjá þjónustusvæði félagsþjónustu.

6.Sumarskipulag leikskóla Múlaþings

Málsnúmer 202101120Vakta málsnúmer

Leikskólastjórar hafa bent á að með nýjum kjarasamningur hefur réttur til starfsfólks til orlofs verið aukinn. Aukinn orlofsréttur og stytting vinnuviku eru hvoru tveggja aðgerðir sem geta aukið tækifæri fjölskyldunnar til samveru. Komið hefur til skoðunar að lengja sumarlokun leikskólanna í 5 vikur í stað 4 vikna eins og hefð hefur verið fyrir en fyrirvari til slíkrar breytingar er talinn of stuttur nú. Þess í stað eru foreldrar eindregið hvattir til að gefa leikskólabörnunum tækifæri til að njóta almennrar lengingar orlofsréttar og nýta sér heimild til aukins gjaldfrjáls sumarleyfis í tengslum við sumarlokun leikskólanna. Með því að sem flestir nýti sér þau tækifæri sem þar með gefast til lengra sameiginlegs orlofs foreldra og barna verður unnt að skipuleggja orlof starfsmanna með þeim hætti að sem minnst rót skapist í daglegu skipulagi leikskólanna og tryggja að aðlögun nýrra leikskólabarna geti hafist sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?