Fara í efni

Seyðisfjörður - lausar lóðir fyrir byggingar

Málsnúmer 202101124

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 9. fundur - 20.01.2021

Farið yfir lóðaframboð á Seyðisfirði og með hvaða hætti er rétt að koma þeim á framfæri og hvort breytinga er þörf á skilmálum þeirra eða skipulagi.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 10. fundur - 27.01.2021

Umhverfis- og framkvæmdamálastjóri og formaður gerðu grein fyrir fyrirhuguðum verkefnum við byggingu íbúðarhúsnæðis á Seyðisfirði, ásamt öðru sem skoðað hefur verið og tengist lóðamálum á Seyðisfirði. Fram kom að á Seyðisfirði sé nægt framboð byggingarlóða fyrir einbýlishús en skortur á lóðum fyrir par- og raðhús, sem nokkur ásókn er í að reisa. Í yfirferðinni kom einnig fram að verið sé að skoða lóðir við Hlíðarveg og Múlaveg auk lóðar við Túngötu og hugsanlegrar viðbótar við Garðarsveg og Leirubakka sem þá kosti sem fyrst væri hægt að nýta. Einnig að skoða deiliskipulag nýrrar íbúðabyggðar á núverandi fótboltavelli.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 11. fundur - 03.02.2021

Í umhverfis- og framkvæmdaráði voru kynntar hugmyndir um nýtingu nokkurra lóða og svæða við Hlíðarveg, Múlaveg og Garðarsveg. Hugmyndirnar kalla á nokkrar breytingar á gildandi skipulagi á svæðinu. Gert er ráð fyrir að tillögur um næstu skref liggi fyrir næsta fundi ráðsins til afgreiðslu.

Málið er í vinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?