Fara í efni

Umferð mótorhjóla og buggybíla á reiðveginum við Fossgerði

Málsnúmer 202101153

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 4. fundur - 01.02.2021

Fyrir liggur bréf frá stjórn Hesteigendafélagsins Fossgerði, dagsett 9.1. 2021, um umferð mótorhjóla og buggybíla á reiðveginum við Fossgerði. Einnig liggur fyrir tölvupóstur frá Vegagerðinni um merkingar á reiðvegum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs telur mikilvægt að öryggi fólks og hesta sé haft í fyrirrúmi á reiðstígnum meðfram Eiðavegi. Heimastjórnin beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka erindið fyrir og finna ásættanlega lausn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 13. fundur - 17.02.2021

Fyrir liggur erindi frá hesteigendafélaginu í Fossgerði varðandi umferð vélknúinna farartækja á reiðveginum við Fossgerði. Heimastjórn tók málið fyrir 1.2.2021 og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að bregðast við erindinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela formanni ráðsins, ásamt því starfsfólki sveitarfélagsins sem um málið fjallar, að eiga fund með fulltrúum akstursíþróttafélagsins Start til að fara yfir málið. Að því loknu verði málið tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?