Fara í efni

Dagdvöl fyrir eldri borgara á Seyðisfirði

Málsnúmer 202101251

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 4. fundur - 01.02.2021

Heimastjórn vísar því til fjölskylduráðs Múlaþings að könnuð verði þörf á dagdvöl aldraðra á Seyðisfirði og hún kostnaðarmetin. Mikilvægt er að sú þjónusta verði í boði á Seyðisfirði. Heimastjórn minnir á að til stendur að byggja íbúðakjarna í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Bæjartún hses þar sem gert er ráð fyrir félagsaðstöðu eldri borgara á Seyðisfirði í miðrými kjarnans.

Fjölskylduráð Múlaþings - 14. fundur - 02.03.2021

Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að vinna þarfagreiningu og könnun á stöðu eldri borgara á Seyðisfirði með þörf á dagdvöl í huga. Ráðið leggur til að samvinna verði höfð við Öldungaráð við þarfagreininguna. Þörf fyrir þjónustu dagdvalar er þekkt í öðrum kjörnum sveitarfélagsins og því ekki þörf á sértækri úttekt þar.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 19. fundur - 10.01.2022

Fyrir liggur erindi frá Hjördísi Hrund Ingvarsdóttur varðandi þjónustu við aldraða í Múlaþingi og þá sérstaklega á Seyðisfirði til samræmis við það sem boðið er uppá á Egilsstöðum.

Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálastjóra er málið enn í vinnslu. Heimastjórn Seyðisfjarðar ítrekar fyrri bókun sína varðandi málið dags 01.02.2021

"Heimastjórn vísar því til fjölskylduráðs Múlaþings að könnuð verði þörf á dagdvöl aldraðra á Seyðisfirði og hún kostnaðarmetin. Mikilvægt er að sú þjónusta verði í boði á Seyðisfirði. Heimastjórn minnir á að til stendur að byggja íbúðakjarna í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Bæjartún hses þar sem gert er ráð fyrir félagsaðstöðu eldri borgara á Seyðisfirði í miðrými kjarnans."

Fjölskylduráð Múlaþings - 38. fundur - 22.02.2022

Tekið er til umfjöllunar málefni aldraðra á Seyðisfirði hvað varðar vöntun á dagdvöl fyrir aldraða í byggðarkjarnanum. Komið hefur í ljós að Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur leyfi fyrir tvö rými á Seyðisfirði en samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni hjúkrunarheimilisins Fossahlíðar eru þau ekki í notkun. Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að hefja viðræður við framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands um málefni dagdvalar aldraðra á Seyðisfirði.
Getum við bætt efni þessarar síðu?