Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

14. fundur 02. mars 2021 kl. 12:30 - 14:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir, íþrótta- og æskulýðsstjóri og Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri.

1.Kynning Ungmennaráðs á fundi fjölskylduráðs

Málsnúmer 202102206Vakta málsnúmer

Vigdís Diljá Óskarsdóttir, starfsmaður ungmennaráðs Múlaþings, kynnti ráðið og störf þess.

2.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál

Málsnúmer 202102170Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Dagdvöl fyrir eldri borgara á Seyðisfirði

Málsnúmer 202101251Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að vinna þarfagreiningu og könnun á stöðu eldri borgara á Seyðisfirði með þörf á dagdvöl í huga. Ráðið leggur til að samvinna verði höfð við Öldungaráð við þarfagreininguna. Þörf fyrir þjónustu dagdvalar er þekkt í öðrum kjörnum sveitarfélagsins og því ekki þörf á sértækri úttekt þar.

Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2021

Málsnúmer 202102193Vakta málsnúmer

Móttekin er beiðni Samtaka um Kvennaathvarf um styrk til starfseminnar fyrir árið 2021. Fjölskylduráð samþykkir framkomna beiðni og styrkir samtökin um 100.000,- kr. sem tekið er af lið 9160.

Samþykkt samhljóða.

6.Athugun á verklagi sveitarfélaga varðandi ofbeldi gegn fötluðu fólki

Málsnúmer 202102251Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF)þar sem bent er á mikilvægi þess að þjónustuaðilar fatlaðra hafi verklagsreglur vegna ofbeldis gegn skjólstæðingum sínum. Fjölskylduráð felur starfsmönnum félagsþjónustu að þróa verklagslegur og skilgreina verkferla vegna ofbeldis gegn fötluðu fólki og kynna fyrir ráðinu í september á yfirstandandi ári.

Samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um styrk frá Framtíðinni, félagi eldra fólks á Seyðisfirði

Málsnúmer 202102254Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

8.Samningur um sameiginlega félagsþjónustu

Málsnúmer 202102259Vakta málsnúmer

Drög að samstarfssamningi um sameiginlega félagsþjónustu og barnavernd er samþykkt af hálfu fjölskylduráðs.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?