Fara í efni

Beiðni um niðurfellingu á sorphirðugjöldum

Málsnúmer 202101272

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 6. fundur - 01.02.2021

Lagt fram til kynningar og málinu vísað til umhverfis og framkvæmdaráðs til úrlausnar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um niðurfellingu á sorphirðugjöldum.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um niðurfellingu á sorphirðugjöldum. Samskonar erindi var tekið fyrir af sveitarstjórn Djúpavogshrepps 16. apríl 2020 og var þá synjað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir með fyrri afgreiðslu sveitarstjórnar Djúpavogshrepps og hafnar fram kominni beiðni um niðurfellingu sorphirðugjalda. Ráðið telur mikilvægt að fram komi að sorphirðugjöld eru almennt ekki lögð á í samræmi við hversu miklu eða litlu sorpi hver og einn íbúi skilar af sér, heldur er kostnaði við sorphirðu jafnað niður á húseigendur, sem samfélagslegu verkefni. Er þá ekki tekið tillit til þess hvort um er að ræða fjölmennar fjölskyldur eða einstaklinga. Meðan að svo háttar til er ekki hægt að verða við beiðni um að fella niður sorphirðugjöld vegna einstakra íbúða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?