Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

6. fundur 01. febrúar 2021 kl. 10:00 - 13:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Jódís Skúladóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Ferðavenjukönnun Djúpavogi

Málsnúmer 202101280Vakta málsnúmer

Farið yfir helstu atriði könnunar sem unnin var 2019-2020. Farið yfir ýmsa möguleika á tengingu milli hverfa fyrir gangandi vegfarendur. Heimastjórn óskar eftir greinagerð um göngutengingar innan byggðarlagsins fyrir fund heimastjórnar 1.mars.

Gestir

  • Páll Líndal

2.Skipulag á íþróttasvæðis Djúpavogs

Málsnúmer 202101279Vakta málsnúmer

Heimastjórn vill tryggja að skipulag sé til staðar fyrir Neista og fyrirhugaðar framkvæmdir þeirra við íþróttasvæðið og vísar þessu til Framkvæmdaráðs til úrvinnslu þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst við fyrirhugaða uppbyggingu.

Gestir

  • Páll Líndal

3.Fráveita á Djúpavogi Langitangi

Málsnúmer 202101275Vakta málsnúmer

Heimastjórn lýsir vonbrigðum með tafir á framkvæmdum og krefst þess að fyrirhugaðar framkvæmdir við útrás við Langatanga fari í gang sem allra fyrst. Starfsmanni heimastjórnar falið að fylgja málinu eftir í samráði við Umhverfis og framkvæmdasvið Múlaþings.

4.Viðhald fasteigna á Djúpavogi

Málsnúmer 202101281Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 202010469Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Fjarskipti í Berufirði

Málsnúmer 202101273Vakta málsnúmer

Heimastjorn telur mikilvægt að öllum bæjum í byggðarlaginu verði tryggð örugg og góð síma og nettenging og að þeir bæir í dreifbýli sem ekki hafa aðgang að ljósleiðara hafi möguleika á góðri tengingu með öðrum hætti, þar til að ljósleiðaratengingu verður komið á.
Starfsmanni Heimstjórnar falið að fylgja málinu eftir.

7.Minnismerki um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan

Málsnúmer 202011136Vakta málsnúmer

Minnisvarðanum er fyrirhugaður staður við "Kallabakka" og Heimastjórn beinir því til Framkvæmdaráðs að tryggja að deiliskipulag af svæðinu verði klárað sem fyrst svo hægt sé að koma minnismerkinu fyrir á komandi sumri.

Gestir

  • Páll Líndal

8.Almenningssamgöngur og nettenging

Málsnúmer 202101278Vakta málsnúmer

Heimastjórn felur starfsmanni að svara fyrirspurninni.

9.Vogaland 5 Vogshús

Málsnúmer 202101277Vakta málsnúmer

Heimastjórn telur brýnt að viðkomandi húsi verði komið í viðunandi ástand sem allra fyrst og að sú starfsemi sem í húsinu verði, falli að skipulagi svæðisins. Heimastjórn leggur á það mikla áherslu í ljósi aukinnar eftirspurnar á atvinnuhúsnæði á Djúpavogi að skipulag lóða fyrir slíka starfsemi verði klárað sem allra fyrst.

Starfsmanni falið að bregðast við erindum.

10.Beiðni um niðurfellingu á sorphirðugjöldum

Málsnúmer 202101272Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og málinu vísað til umhverfis og framkvæmdaráðs til úrlausnar.

11.Beiðni um niðurfelingu gatnagerðargjalds

Málsnúmer 202101129Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Heimastjórn beinir því til Umhverfis og framkvæmdasviðs og Fjármálasviðs að skoða hvort rétt hafi verið staðið að innheimtu gatnagerðargjalda við Hammersminni 24.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?