Fara í efni

Bókasafn og tónlistarskóli á Djúpavogi

Málsnúmer 202101283

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 11. fundur - 02.02.2021

Fyrir lá erindi frá íbúum á Djúpavogi þar sem fram kemur ósk um að brugðist verði sem fyrst við húsnæðisvanda Bókasafns Djúpavogs og tónlistarskólans.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir umsögn heimastjórnar Djúpavogs við framkomnu erindi. Er sú umsögn liggur fyrir verður erindið tekið til umfjöllunar í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 8. fundur - 01.03.2021

Heimastjórn þakkar fyrir erindið, en í ljósi þess að viðkomandi fasteign er þegar seld, þá sé ekki möguleiki að skoða hugmyndina frekar.
Heimastjórn telur nauðsynlegt að leysa til framtíðar málefni skóla, tónskóla og bókasafns, eins og fráfarandi sveitarstjórn Djúpavogshrepps hafði ályktað.
Heimastjórn vísar því til Fjölskylduráðs að skoða sem fyrst, framtíðarkosti fyrir þessar stofnaninr á Djúpavogi.

Heimastjórn Djúpavogs - 62. fundur - 12.08.2025

Farið yfir húsnæðismál bókasafns og tónlistarskóla á Djúpavogi.
Heimastjórn bendir að að ítrekað hefur komið fram að mikil þörf er á endurbótum á bókasafni Djúpavogs, húsnæðið er of lítið, aðgengið slæmt og húsnæðið myndi nýtast Grunnskóla Djúpavogs til annarra verkefna, fengi bókasfnið nýtt húsnæði.

Heimastjórn óskar eftir því að fá til umsagnar greinagerð um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi sem tekin var fyrir á fundi Byggðaráðs 15. júlí 2025 undir máli 202507022.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?