Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

62. fundur 12. ágúst 2025 kl. 09:00 - 11:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Gangnaboð og gangnaseðlar 2025

Málsnúmer 202508003Vakta málsnúmer

Lagðir fram gangnaseðlar fyrir gamala Djúpavogshrepp, ásamt minnisblaði um Aðalréttir og aukaréttir á sama svæði.
Heimastjórn samþykkir framlagða gangnaseðla og felur starfsmanni að fylgja eftir minnisblaði um réttir á svæðinu.
Einnig heimilar heimastjórn starfsmanni og fjallskilastjóra að gera minniháttar breytingar á framlögðum seðli gerist þess þörf, áður en hann verður sendur út.

Samþykkt samhljóða.

2.Fjárfestingaráætlun 2025

Málsnúmer 202409095Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fjárfestingaáætlun 2025-2034
Heimastjórn bendir á að þrátt fyrir fyrri ábendingar um endurbætur á líkasmræktaraðstöðu og útisvæði, sé ekki gert ráð fyrir fjárfestingu í íþróttamiðstöð Djúpavogs. Æskilegt væri að koma inn á áætlun yfirbyggingu á sparkvelli við íþróttamiðstöðina, ásamt því endurbæta aðstöðu við Neistavöll, þar sem engin búningsaðstaða og geymsla er til staðar.

Einnig þarf að setja inn á áætlun þjónustumiðstöð fyrir byggðarkjarnann.

Heimastjórn treystir því að þessi atriði komi inn á áætlun þegar vinna við fjárhagsáætlunargerð fer af stað í haust.

Samþykkt samhljóða.

3.Umhverfishönnun, Djúpivogur, Bláin og tenging við tjaldsvæði

Málsnúmer 202502194Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar og kynningar drög að skipulagi í Stekkablá.
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að skipulagi.

Samþykkt samhljóða

4.Styrkvegaumsókn 2025

Málsnúmer 202508018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynnningar úthlutun úr styrkvegasjóði 2025
Heimastjórn vill benda á að þörf er á að laga vegi í Álftafirði og Hamarsfirði, þannig að þeir nýtist til smalamennsku og veiða. Hefð er fyrir því í fyrrum Djúpavogshreppi að fjármagn úr styrkvegasjóði sé nýtt til þess að halda vegum inn til dala nothæfum þannig að þeir þjóni hlutverki sínu.

Samþykkt samhljóða.

5.Bókasafn og tónlistarskóli á Djúpavogi

Málsnúmer 202101283Vakta málsnúmer

Farið yfir húsnæðismál bókasafns og tónlistarskóla á Djúpavogi.
Heimastjórn bendir að að ítrekað hefur komið fram að mikil þörf er á endurbótum á bókasafni Djúpavogs, húsnæðið er of lítið, aðgengið slæmt og húsnæðið myndi nýtast Grunnskóla Djúpavogs til annarra verkefna, fengi bókasfnið nýtt húsnæði.

Heimastjórn óskar eftir því að fá til umsagnar greinagerð um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi sem tekin var fyrir á fundi Byggðaráðs 15. júlí 2025 undir máli 202507022.

Samþykkt samhljóða.

6.Umhverfisviðurkenningar

Málsnúmer 202409036Vakta málsnúmer

Stefán Aspar Stefánsson kemur inn á fundinn til að kynna umhverfisviðurkenningar í Múlaþingi 2025
Heimastjórn hvetur íbúa gamla Djúpavogshrepps til að tilnefna aðila til umhverfisviðurkenninga 2025, en einungis ein tilnefning er kominn inn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

7.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer




Sætún:
Framkvæmdum að fullu lokið, skoða þarf viðhald og lagfæringar innanhúss í vetur.

Slökkvistöð:
Framkvæmdir hafa gengið vel og útlit fyrir að verkinu ljúki í ágúst.

Göngustígar og gangstéttar.
Búið er að leggja ecoristar á göngustíginn upp Klifið og uppá Bóndavörðu frá grunnskólanum. Verið að leggja lokahönd á frágang ofan við Löngubúð.

Leiksvæðið í Blánni:
Verið er að skoða möguleika á framræslu á leiksvæðinu í Blánni, til að þurka svæðið, en það er talsvert blautt.

Kirkjugarður:
Verið er að undirbúa stækkun á kirkjugarðinum að Hermannastekkum.

Hafnarhús:
Verkið er talsvert á eftir áætlun.

Grunnskólinn:
Verið að leggja lokahönd á þakviðgerðir og frágang á þakköntum.

Íþróttamiðstöð:
Lokað verður næstu vikur (18. til 30. ágúst) vegna endurbóta og viðhaldsframkvæmda.

8.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Djúpavogs verður haldinn fimmtudaginn 4. sept. kl.10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast sterfsmanni heimastjórnar fyrir kl 16:00 föstudaginn 30. maí á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?