Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

11. fundur 02. febrúar 2021 kl. 08:30 - 10:15 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti fyrir byggðaráði nokkur mál varðandi rekstur og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.

Björn kynnti einnig drög að viljayfirlýsingu um fjölgun íbúða á Seyðisfirði, sem undirrituð verður af Leigufélaginu Bríet, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, félagsmálaráðherra og Múlaþingi.

Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að ákvarða leiguverð á nýjum íbúðum á Borgarfirði, sem auglýstar verða til útleigu á næstu dögum.
Leiguverðið verður svo staðfest á næsta fundi byggðaráðs.

2.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Fyrir lá svar Veðurstofunnar við bókun á fundi byggðaráðs þ. 26. janúar sl.

Lagt fram til kynningar.

3.XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202101288Vakta málsnúmer

Fyrir lá boðun á XXXVI landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 26. mars 2021. Landsþingsfulltrúar verða boðnir til þingsins með sérstöku bréfi með dagskrá þingsins og gögnum.

Lagt fram til kynningar.

4.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis vegna Covid-19

Málsnúmer 202010467Vakta málsnúmer

Fyrir lá stöðuskýrsla teymis félagsmálaráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 dags. 21.01.2021.

Lagt fram til kynningar.

5.Sameiginleg styrkbeiðni björgunarsveita og slysavarnardeilda Múlaþings

Málsnúmer 202011224Vakta málsnúmer

Fyrir lá samantekt þar sem fram kemur að samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun Múlaþings er gert ráð fyrir að heildarframlög til björgunarsveita á svæðinu nemi um 4,4 milljónir kr. á árinu 2021. Í erindi björgunarsveitanna er óskað eftir beinum framlögum pr. íbúa sem muni nema í heild rúmum 9 milljónum kr. miðað við íbúafjölda sveitarfélagsins í dag. Jafnframt yrði gert ráð fyrir framlögum vegna fasteignagjalda þessu til viðbótar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings lýsir yfir ánægju með það öfluga starf er björgunarsveitir á svæðinu standa að og hefur mikilvægi þeirra sannað sig enn einu sinni í tengslum við náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði. Byggðaráð fagnar því jafnframt að fram sé komin hugmynd að sameiginlegum samningi við björgunarsveitirnar til lengri tíma. Sökum þess hversu seint á nýliðnu ári erindið kom fram verður því miður ekki hægt að bregðast við á yfirstandandi ári, með viðbótarfjárframlögum umfram þær 4,4 milljónir kr. er núgildandi fjárheimildir gera ráð fyrir, þar sem slíkt rúmast ekki innan samþykktrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Erindinu er því vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árin 2022 til 2025 með það að markmiði að gerður verður samningur við björgunarsveitirnar með þeim áherslum er fram koma í innsendu erindi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Bókasafn og tónlistarskóli á Djúpavogi

Málsnúmer 202101283Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá íbúum á Djúpavogi þar sem fram kemur ósk um að brugðist verði sem fyrst við húsnæðisvanda Bókasafns Djúpavogs og tónlistarskólans.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir umsögn heimastjórnar Djúpavogs við framkomnu erindi. Er sú umsögn liggur fyrir verður erindið tekið til umfjöllunar í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Vogaland 5 Vogshús

Málsnúmer 202101277Vakta málsnúmer

Fyrir lágu tvö erindi frá aðilum varðandi möguleg kaup á húsnæðinu Vogalandi 5 á Djúpavogi.

Fyrir liggur umfjöllun heimastjórnar Djúpavogs frá fundi hennar sem haldin var 1. febrúar sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem til umfjöllunar eru hjá sveitarfélaginu hugmyndir varðandi framtíðarstarfsemi í umræddu húsnæði mun byggðaráð taka málið fyrir að nýju þegar umbeðnar upplýsingar og áætlanir sem óskað hefur verið eftir um það verkefni liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.

Málsnúmer 202101292Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál

Málsnúmer 202101286Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál

Málsnúmer 202101253Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.

Málsnúmer 202101296Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.

Málsnúmer 202101295Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?