Fara í efni

Íþrótta- og tómstundastyrkir fjölskylduráðs

Málsnúmer 202101300

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 12. fundur - 02.02.2021

Fjölskylduráð samþykkir framlagðar reglur um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja ráðs og felur starfsmanni að auglýsa næsta umsóknarfrest.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 32. fundur - 23.11.2021

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. október 2021.

Alls bárust fjórar umsóknir um styrki en samþykkt var að styrkja þær allar.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Skíðaverkefni,umsækjandi Jóhanna Lilja Jónsdóttir, kr. 350.000
- Landsliðsverkefni í fimleikum, umsækjandi Bjartur Blær Hjaltason, kr. 350.000
- Barnastarf Freyfaxa, umsækjandi Ellen Thamdrup, kr. 250.000
- Urriðavatnssund, umsækjandi Pétur Heimisson, kr. 50.000

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Var efnið á síðunni hjálplegt?