Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

56. fundur 15. nóvember 2022 kl. 13:00 - 15:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir / Bylgja Borgþórsdóttir fræðslustjóri / íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Íþrótta- og tómstundastyrkir fjölskylduráðs

Málsnúmer 202101300Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. október 2022.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Vorævintýri í óbyggðum - útilegubúnaður fyrir nemendur, umsækjandi Náttúruskólinn, kr. 330.000
- Sleggjukast, æfingar og keppni, umsækjandi Sverrir Rafn Reynisson, kr. 120.000
- Katlan íþróttaskóli, umsækjandi Sunneva Una Pálsdóttir, kr. 300.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsagnarbeiðni um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál.

Málsnúmer 202210204Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Samráðsgátt. Samráð um frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga

Málsnúmer 202211029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2023

Málsnúmer 202211027Vakta málsnúmer

Tekin er til umfjöllunar beiðni Stígamóta um fjárstuðning fyrir starfseminni á komandi ári 2023.
Samþykkt er að veita Stígamótum 100.000,- kr. styrk fyrir starfsárið 2023. Greitt af lið 9160.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Leiguíbúðir í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202208103Vakta málsnúmer

Fyrir afgreiðslu þessa dagskrárliðar vakti Eyþór Stefánsson athygli á mögulegu vanhæfi og var það samþykkt samhljóða. Vék hann af fundi undir þessum lið.

Fjölskylduráð samþykkir framlagðar tillögur að undanskildum tillögum um sölu á eignum á Borgarfirði, sem þarfnast frekari skoðunar sbr. bókun heimastjórnar á Borgarfirði eystri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingum.

6.Umboð til samningagerðar fyrir dagdvalir - beiðni

Málsnúmer 202211089Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um umboð til samningagerðar fyrir samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga til samningaviðræðna við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustusamninga fyrir dagdvalir.

Fjölskylduráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar málinu til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?