Fara í efni

Borgarfjörður breyting á aðalskipulagi á reit við Gamla frystihúsið

Málsnúmer 202101301

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 11. fundur - 03.02.2021

Skipulagsfulltrúi fór yfir málið. Fyrir liggur að hluti lóðar Gamla frystihússins, eftir stækkun hennar, nær inn á svæði sem aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps skilgreinir sem íbúabyggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að beina þeirri tillögu til sveitarstjórnar Múlaþings að gerð verði breyting á aðalskipulagi á svæðinu til samræmis við áform um uppbyggingu Blábjarga á reitnum.

Samþykkt með handauppréttingu með sex atkvæðum en einn (JS) sat hjá.

Sveitarstjórn Múlaþings - 8. fundur - 10.02.2021

Fyrir lá tillaga frá umhverfis- og framkvæmdaráði um að samþykkt verði breyting á aðalskipulagi Borgafjarðar til samræmis við áform um uppbyggingu Blábjarga þar sem hluti umræddrar lóðar nær inn á svæði sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem íbúðabyggð.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurnir og kynnti bókun. Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurnum, Eyþór Stefánsson, Gauti Jóhannesson, Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurnir, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurnum, Vilhjálmur Jónsson og Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að láta gera og auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðar, til samræmis við fyrirliggjandi áform um uppbyggingu á lóð Gamla frystihússins. Skipulagsfulltrúa, ásamt umhverfis- og framkvæmdaráði, er falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Eyþór Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Formaður heimastjórnar Borgarfjarðar óskar eftir því að látið verði á það reyna hvort fyrirhugaðar skipulagsbreytingar flokkist sem óverulegar skv. 36.grein skipulagslaga til að flýta ferlinu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?