Fara í efni

Samningur um lóð um Iðavelli

Málsnúmer 202102060

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 12. fundur - 16.02.2021

Fyrir lá minnisblað vegna leigusamnings vegna lóðar um félagsheimilið Iðavelli og reiðhöllina á Iðavöllum þar sem fram kemur m.a. að leigusamningur á milli ríkisins og stjórnarnefndar félagsheimilisins rann út árið 2018.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra fyrir hönd Múlaþings, í samráði við Freyfaxa, að leggja inn skriflega beiðni til Ríkiseigna um gerð nýs leigusamnings við sveitarfélagið um hæfilega landspildu fyrir Iðavelli.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?