Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

12. fundur 16. febrúar 2021 kl. 08:30 - 11:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti fyrir byggðaráði nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

Tekið fyrir innsent erindi sem fært var í trúnaðarmálabók.
Einnig lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði, vegna sameiningarframlaga til Múlaþings.

2.Fundargerðir starfshóps um Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 201911016Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð starfshóps um Úthéraðsverkefni dags.08.12.20. auk áfangaskýrslna, Náttúruvernd og efling byggða, úr verkhlutum l og ll.

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202010464Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð 893. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16.12.20.

Lagt fram til kynningar.

4.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2021

Málsnúmer 202101106Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 08.02.21.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202102049Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð 894. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.01.21.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundagerð stjórnar skólaskrifstofu Austurlands 2021

Málsnúmer 202102105Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar skólaskrifstofu Austurlands, dags. 09.02.21.

Lagt fram til kynningar.

7.Austurvegur 22 - leyndir gallar

Málsnúmer 202011122Vakta málsnúmer

Fyrir lágu tölvupóstar frá eiganda fasteignarinnar Austurvegur 22 á Seyðisfirði auk greinargerðar varðandi ástand eignarinnar.

Byggðaráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins, en mun taka það fyrir aftur að fengnum frekari upplýsingum og álitum, m.a. frá fasteignasala.

8.Samningur um lóð um Iðavelli

Málsnúmer 202102060Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað vegna leigusamnings vegna lóðar um félagsheimilið Iðavelli og reiðhöllina á Iðavöllum þar sem fram kemur m.a. að leigusamningur á milli ríkisins og stjórnarnefndar félagsheimilisins rann út árið 2018.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra fyrir hönd Múlaþings, í samráði við Freyfaxa, að leggja inn skriflega beiðni til Ríkiseigna um gerð nýs leigusamnings við sveitarfélagið um hæfilega landspildu fyrir Iðavelli.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Þjónustu-og samstarfssamningur

Málsnúmer 202102097Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að þjónustu- og samstarfssamningi á milli Múlaþings og Austurbrúar ses. varðandi greiningu árhrifa skriðanna á atvinnulíf á Seyðisfirði og vinnslu á skilgreindum verkþáttum.

Eyþór og Jódís viku af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins vegna vanhæfis, en þau starfa hjá Austurbrú.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að útfærslu samstarfssamnings á milli Múlaþings og Austurbrúar ses. í samræmi við umræður á fundinum.
Jafnframt lýsir byggðaráð yfir ánægju sinni með þá ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að styðja við verkefnið með fjárframlögum næstu þrjú árin.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu (2 voru fjarverandi JS og ES)

10.Lögreglusamþykkt fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202102061Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá skrifstofustjóra Múlaþings þar sem fram kemur að ekki hefur verið gerð lögreglusamþykkt fyrir Múlaþing og að brýnt sé að úr því verði bætt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþing samþykkir að fela skrifstofustjóra Múlaþings ásamt verkefnastjóra og lögfræðingi sveitarfélagsins að setja gerð lögreglusamþykktar fyrir Múlaþing í formlegt ferli í samstarfi við sviðstjóra þess.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2021

Málsnúmer 202102090Vakta málsnúmer

Fyrir lá stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

12.Minnismerki um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan

Málsnúmer 202011136Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Vilhjálmi Bjarnasyni þar sem fram kemur m.a. að gert sé ráð fyrir því að Múlaþing kaupi minnismerkið um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan, af listamanninum, Sigurði Guðmundssyni. Á móti kaupverði, kr. 6.000.000,-, komi styrkur frá, annars vegar, forsætisráðuneyti upp á kr. 4.000.000,- og, hins vegar, laxaeldisfyrirtæki um það sem á vantar. Múlaþing mun sjá um kostnað við undirstöðu og frágang.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþing samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupum á minnismerki um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan, að fenginni staðfestingu á fyrirhuguðum framlögum frá forsætisráðuneyti og laxeldisfyrirtæki.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Víkurland 6

Málsnúmer 202101052Vakta málsnúmer

Fyrir lá gangtilboð frá Búlandstind ehf. í félagið Nordic Factory ehf, Víkurland 6 að fjárhæð kr. 55.000.000,-. Fram kemur m.a. að lýsistankur sem er séreign sé undanþegin í kaupunum og skuli stofna sérstaka lóð fyrir þá eign, að áhaldahús verði áfram þar sem það er með aðstöðu næstu fimm ár án greiðslu og að fyrirhugaðar listsýningar í húsnæðinu sumarið 2021 verði heimilaðar án kröfu um greiðslur vegna aðstöðu. Gagntilboð hefur verið samþykkt af sveitarstjóra fyrir hönd Múlaþings með fyrirvara um samþykki byggðaráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþing samþykkir fyrirliggjandi gagntilboð frá Búlandstind ehf. í félagið Nordic Factory ehf, Víkurland 6 og veitir sveitarstjóra umboð til þess að ganga frá sölu umræddrar eignar fyrir hönd sveitarfélagsins. Samhliða verði gengið frá lóðaleigusamningi sem taki mið af vinnu við aðal- og deiliskipulag á svæðinu, sem nú á sér stað.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Menningarstyrkir Múlaþings 2021

Málsnúmer 202012076Vakta málsnúmer

Fyrir lágu tillögur frá starfsmönnum stjórnsýslu og fjármálasviðs að úthlutun skyndistyrkja til sex menningarverkefna í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþing samþykkir úthlutun styrkja til eftirtalinna verkefna sem skulu færast á deild 05890:
.
Hnikun, Sumarsýning MMF 2021 300.000 kr.
.
Vindens Vorspiel, Forleikur vindanna 200.000 kr.
.
Þjóðleikur 2021 500.000 kr.
.
Torvald Gjerde, Tónlistarstundir 200.000 kr.
.
Kirkjukór Egilsstaðakirkju, Vortónleikar 100.000 kr.
.
Rótarýklúbbur Héraðsbúa, Jón lærði 100.000 kr.

Samtals 1.400.000 kr.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Sérfræðiþjónusta skóla

Málsnúmer 202012040Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi varðandi fyrirhugaðar breytingar varðandi byggðasamlag um Skólaskrifstofu Austurlands og að stefnt verði að því að koma út drögum að samkomulagi til aðildarsveitarfélaganna á næstu dögum.

16.Björgunarmiðstöð á Djúpavogi

Málsnúmer 202012171Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Djúpavogs, dags. 04.01.21, þar sem vakin er athygli á því að bráð þörf sé á því að endurnýja slökkvistöðina á Djúpavogi og að rétt sé að skoða þann möguleika að sameina viðbragðsaðila á einn stað. Heimastjórn Djúpavogs leggur til að skipaður verði starfshópur er falið verði að vinna áfram að skoðun þessara mála en slík vinna var hafin á sínum tíma hjá Djúpavogshreppi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í bókun heimastjórnar varðandi málefni björgunarmiðstöðvar á Djúpavogi og felur sveitarstjóra að sjá til þess að skipaður verði starfshópur er í eigi sæti eftirtaldir aðilar:
Slökkviliðsstjóri Múlaþings
Fulltrúi björgunarsveitarinnar Báru
Fulltrúi skipaður af framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings

Fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi starfi með hópnum.

Erindisbréf starfshópsins verði lagt fyrir næsta fund byggðaráðs og þar komi fram að horft verði til þess að koma upp ásættanlegri aðstöðu til framtíðar er muni hýsa starfsemi áhaldahúss, björgunarsveitar og slökkviliðs og að starfshópurinn skuli skila af sér tillögum fyrir lok apríl 2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

17.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað varðandi Endurmenntunarsjóð Múlaþings þar sem m.a. lá fyrir tillaga frá stjórn endurmenntunarsjóðs þar sem fram kom að lagt sé til að í stað stjórnar Endurmenntunarsjóðs verði skipuð Starfsþróunar- og símenntunarnefnd sem, auk þess að yfirtaka hlutverk Endurmenntunarsjóðs, fylgi þeim kröfum sem gerðar eru til símenntunaráætlana og starfsþróunar samkvæmt kjarasamningum. Í nefndinni skuli sitja verkefnastjóri mannauðs, launafulltrúi og fulltrúi úr hópi stjórnenda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að láta útbúa erindisbréf fyrir Starfsþróunar- og símenntunarnefnd í anda þeirra áherslna er fram koma í framlögðu minnisblaðið varðandi Endurmenntunarsjóð Múlaþings. Erindisbréf ásamt formlegum tillögum að fulltrúum í Starfsþróunar- og símenntunarnefnd Múlaþings verði síðan lagt fyrir byggðaráð Múlaþings til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

18.Umsagnarbeiðni um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.

Málsnúmer 202102065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Umsagnarbeiðni um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.

Málsnúmer 202102063Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?