Fara í efni

Lögreglusamþykkt fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202102061

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 12. fundur - 16.02.2021

Fyrir lá minnisblað frá skrifstofustjóra Múlaþings þar sem fram kemur að ekki hefur verið gerð lögreglusamþykkt fyrir Múlaþing og að brýnt sé að úr því verði bætt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþing samþykkir að fela skrifstofustjóra Múlaþings ásamt verkefnastjóra og lögfræðingi sveitarfélagsins að setja gerð lögreglusamþykktar fyrir Múlaþing í formlegt ferli í samstarfi við sviðstjóra þess.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Fyrir lágu drög að lögreglusamþykkt fyrir Múlaþing sem unnar voru af skrifstofustjóra Múlaþings ásamt verkefnastjóra og lögfræðingi sveitarfélagsins í samstarfi við sviðsstjóra þess.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að lögreglusamþykkt fyrir Múlaþing og vísar henni til sveitarstjórnar Múlaþings til samþykktar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 12. fundur - 12.05.2021

Fyrir lágu drög að lögreglusamþykkt fyrir Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið og felur skrifstofustjóra að láta birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins og koma henni á framfæri við stofnanir og þar til bæra aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?