Fara í efni

Samstarf við University of the Highlands and Islands

Málsnúmer 202102099

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Fyrir lá viljayfirlýsing varðandi samstarf Múlaþings og University of the Highlands and Islands (UHI) í Skotlandi um þróun menntasamstarfs á háskólagrunni á sama hátt og UHI hefur staðið að í Skotlandi og nærsvæðum.
Inn á fundinn komu Jón Þórðarson, Óttar Már Kárason og Tinna Jóhanna Magnusson og gerðu grein fyrir samskiptum við UHI og innihaldi verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því að fyrir liggi upplegg að verkefni sem verði mögulega til þess fallið að auka möguleika íbúa svæðisins til að stunda nám á háskólastigi. Byggðaráð Múlaþings felur jafnframt sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi viljayfirlýsingu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 17. fundur - 30.03.2021

Til umræðu voru hugmyndir varðandi næstu skref í samstarfsverkefninu við University of Highlands and Islands (UHI).

Byggðaráð Múlaþings - 41. fundur - 18.01.2022

Fyrir liggur að á fjárlögum fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir fjárframlags til UHI-verkefnisins upp á 25 millj.kr.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því að stjórnvöld skuli hafi orðið við óskum um fjárframlag til þessa metnaðarfulla verkefnis sem er til þess fallið að efla Austurland til framtíðar þar sem að með þessu verður auðveldara fyrir ungt fólk á svæðinu að öðlast háskólamenntun úr heimabyggð. Byggðaráð samþykkir að skipaður verði stýrihópur um verkefnið er í sitji Jón Þórðarson, formaður, Gauti Jóhannesson og Tinna Jóhanna Magnusson. Verkefni stýrihópsins verði m.a. að undirbúa það að starfsemi UHI í Múlaþingi geti hafist í síðasta lagi á haustmánuðum þessa árs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?