Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

15. fundur 16. mars 2021 kl. 08:30 - 12:05 í Valaskjálf, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Hildur Þórisdóttir sat fundinn í gegn um fjarfundarbúnað.

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að þiggja tilboð Fjarskiptasjóðs um styrk til ljósleiðaraverkefnis í Berufirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Samráðsfundur með forsvarmönnum Alcoa

Málsnúmer 202103095Vakta málsnúmer

Dagmar Ýr Stefánsdóttir og Smári Kristinsson mættu til fundar við byggðaráð undir þessum lið, til að fara yfir ýmis samstarfsmál Alcoa og Múlaþings.
M.a var farið yfir akstur starfsmanna Alcoa frá Seyðisfirði til og frá vinnustað og stöðuna í því máli. Eins var rekstrarstaða Alcoa almennt rædd.
Að loknum umræðum var gestunum þökkuð koman og veittar upplýsingar.

3.Fundargerðir stjórnar HEF - 2021

Málsnúmer 202102237Vakta málsnúmer

Framkvæmdarstjóri, stjórnarformaður HEF og Bogi Kárason verkefnastjóri, mættu á fund byggðaráðs til að fara yfir helstu verkefni HEF 2021. Einnig svöruðu þeir spurningum byggðaráðsmanna varðandi ýmsar framkvæmdir á vegum HEF á þessu ári.
Gestunum síðan þökkuð koman og veittar upplýsingar.

4.Fundarboð á aðalfund HEF

Málsnúmer 202103074Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundarboð á aðalfund HEF sem haldinn verður í Þingmúla í Valaskjálf föstudaginn 19. mars 2021 kl. 17:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðráð samþykkir að fulltrúar í sveitarstjórn fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum og skiptist það jafnt á þá sem mæta til fundar. Sé fulltrúi í sveitarstjórn forfallaður er viðkomandi heimilt að kalla til varafulltrúa í sinn stað, sem fer þá með atkvæði viðkomandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Samstarf við University of the Highlands and Islands

Málsnúmer 202102099Vakta málsnúmer

Fyrir lá viljayfirlýsing varðandi samstarf Múlaþings og University of the Highlands and Islands (UHI) í Skotlandi um þróun menntasamstarfs á háskólagrunni á sama hátt og UHI hefur staðið að í Skotlandi og nærsvæðum.
Inn á fundinn komu Jón Þórðarson, Óttar Már Kárason og Tinna Jóhanna Magnusson og gerðu grein fyrir samskiptum við UHI og innihaldi verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því að fyrir liggi upplegg að verkefni sem verði mögulega til þess fallið að auka möguleika íbúa svæðisins til að stunda nám á háskólastigi. Byggðaráð Múlaþings felur jafnframt sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi viljayfirlýsingu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Staða mála varðandi starfsemi HSA og mögulega fjölgun rýma á hjúkrunarheimilinu

Málsnúmer 202103018Vakta málsnúmer

Fulltrúar HSA, þau Guðjón Hauksson, Nína Hrönn Gunnarsdóttir og Pétur Heimisson komu á fund til að fara yfir málefni HSA, bráðaþjónustu, dvalarheimila og fl. til dæmis varðandi mönnun og fjármögnun rekstrar.
Að loknum góðum umræðum var gestunum þökkuð koman og veittar upplýsingar.

7.Fundargerðir stjórnar Ársala 2021

Málsnúmer 202102141Vakta málsnúmer

Fyrir lágu fundargerðir stjórnarfundar og aðalfundar Ársala dags. 04.03.2021.

Lagt fram til kynningar.

8.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð byggingarnefndar menningarhúss dags. 04.03.2021.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2021

Málsnúmer 202103047Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga dags. 03.03.2021.

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202102049Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26.02.2021.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundagerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202103067Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð 62. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga dags. 22.02.2021.

Lagt fram til kynningar.

12.Jafnréttisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202101048Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til afgreiðslu drög að Jafnlaunastefnu Múlaþings og Jafnréttisáætlun Múlaþings. Fram kom að Jafnréttisstofa hefur móttekið og yfirfarið Jafnréttisáætlun Múlaþings og óskar sveitarfélaginu til hamingju með virkilega vandaða og vel unna jafnréttisáætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því vandaða verki sem unnið hefur verið af starfsfólki sveitarfélagsins og samþykkir fyrirliggjandi Jafnréttisáætlun sem uppfyllir kröfur laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna auk laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála. Jafnframt samþykkir byggðaráð Múlaþings fyrirliggjandi drög að Jafnlaunastefnu og felur verkefnastjóra mannauðs að annast innleiðingu hennar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Hálendishringurinn; ferðamannavegur á Austurlandi

Málsnúmer 202102173Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem hvetur byggðaráð til að taka hugmyndir að bættum ferðamannavegi frá Kárahnjúkastíflu út að bænum Brú á Jökuldal upp við Vegagerðina og hagaðila enda mikil tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Austurlandi að bæta aðgengi um svæðið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma málinu á framfæri við Vegagerðina auk þess að óska eftir því að fulltrúi Vegagerðarinnar komi til fundar með byggðaráði til að ræða þetta mál ásamt öðrum er snúa að samgöngum innan sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Samstarfssamningur um söfnun og skráningu örnefna/Landmælingar Íslands

Málsnúmer 202103096Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá samstarfssamningur með Landmælingum Íslands og Fljótsdalshéraði um söfnun og skráningu örnefna auk bókunar heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem hvatt er til þess að farið verði í skipulega skráningu annarra svæða í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs og vísar málinu til atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings til frekari vinnslu. Við þá vinnslu verði horft til þeirrar aðferðarfræði er nýtt hefur verið við framkvæmd verksins á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis vegna Covid-19

Málsnúmer 202010467Vakta málsnúmer

Fyrir lá 11. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

Lagt fram til kynningar.

16.Ástand leikvalla á Seyðisfirði

Málsnúmer 202103066Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Foreldrafélagi leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla þar sem fram kemur að þörf sé á viðhaldi leiktækja á leikskólalóð sökum aldurs og vanrækslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa erindinu til framkvæmda- og umhverfismálastjóra til skoðunar og vinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

17.Sumarleyfi sveitarstjórnar og lokun bæjarskrifstofa Múlaþings

Málsnúmer 202103092Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að sumarleyfi sveitarstjórnar 2021, verði frá fundi sveitarstjórnar þann 9. júní og til og með 10. ágúst og mun byggðaráð fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma. Fyrsti fundur sveitarstjórnar eftir sumarfrí verður 11. ágúst.

Byggðaráð leggur jafnframt til við sveitarstjórn að sumarlokun bæjarskrifstofa 2021 verði:

Á Borgarfirði frá og með fimmtudeginum 1. júlí, til og með föstudeginum 30. júlí.
Á Djúpavogi frá og með fimmtudeginum 1. júlí, til og með föstudeginum 30. júlí.
Á Seyðisfirði frá og með fimmtudeginum 1. júlí, til og með föstudeginum 30. júlí.
Á Egilsstöðum frá og með mánudeginum 19. júlí, til og með föstudeginum 30. júlí.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

18.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 202103030Vakta málsnúmer

Fyrir lá tilkynning frá Jafnréttisstofu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.

Lagt fram til kynningar.

19.Umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 1162006 (heildaraflahlutdeild), 350. mál

Málsnúmer 202103089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Umsagnarbeiðni um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 351970, með síðari breytingum., 470. mál.

Málsnúmer 202103073Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 51998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.

Málsnúmer 202103012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Umsagnarbeiðni um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.

Málsnúmer 202103068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?