Fara í efni

Fræðsla um skipulagsmál

Málsnúmer 202102135

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 14. fundur - 24.02.2021

Fræðsla um skipulagsmál. Málið tekið fyrir til umræðu að frumkvæði PH.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að beina því til byggðaráðs að haldið verði námskeið fyrir kjörna fulltrúa þar sem sérstök áhersla verði lögð á skipulagslöggjöf, íbúasamráð og hlutverk sveitarstjórna við gerð skipulagsáætlana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 14. fundur - 02.03.2021

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 24.02.2021, þar sem því er beint til byggðaráðs að haldið verði námskeið fyrir kjörna fulltrúa þar sem sérstök áhersla verði lögð á skipulagslöggjöf, íbúasamráð og hlutverk sveitarstjórna við gerð skipulagsáætlana.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að stefna skuli að fræðslufundi fyrir kjörna fulltrúa, fulltrúa í umhverfis- og framkvæmdaráði og starfsmenn umhverfissviðs, þar sem farið verði yfir helstu þætti sem varða skipulagsmál sveitarfélaga. Sveitarstjóra falið að annast undirbúning fræðslufundarins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?