Fara í efni

Verndarsvæði í byggð, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202102159

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 45. fundur - 02.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að tillögu að verndarsvæði í byggð á Seyðisfirði, Lónið og umhverfi þess. Jafnframt eru lögð fram til kynningar drög að húsakönnun og fornleifaskráningu fyrir svæðið.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 46. fundur - 16.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja að nýju drög að tillögu að verndarsvæði í byggð á Seyðisfirði, Lónið og umhverfi þess. Ráðgjafar verkefnisins tengjast inn á fundinn og fara yfir forsendur og tillögu að skilmálum verndarsvæðisins auk fornleifaskráningar. Fram kom að fyrirhugaður er fundur með fulltrúum Minjastofnunar Íslands um núverandi og fyrirhuguð verndarsvæði í Múlaþingi.

Málið er í vinnslu.

Gestir

  • Kamma Dögg Gísladóttir - mæting: 10:00
  • Kristborg Þórsdóttir - mæting: 10:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?